Lampaljósið blikkaði hjá mér í gærkvöldi ...

... ég hélt að sparperan í lampanum væri að fara að springa. Sem hún gerði ekki. Lá uppi í rúmi að lesa, enda komin með haustkvefið og nennti ekki að gera neitt annað. Það að pera blikki hjá manni er sjadgæft. En rafmagnið fór ekki af, en ég er staðsett í Reykjavík.

En skv. fréttinni hér á mbl.is fór rafmagn víða af á Austurlandi. Bæði á Austfjörðum til Hafnar í Hornafirði.

Nú er það svo, að þegar rafmagn fer af á stóru landssvæði, og truflast eins og það gerðist hér í Rvík. í gærkvöldi, þá liggur mikið við. Þekkt fyrirbrigði í sögunni hafa oft haft með UFO, eða fljúgandi diska að gera, sem hafa slegið út rafmagni og trufla áttavita í flugvélum sem verða á vegi þeirra.

Í fréttum í morgun heyrði ég í útvarpi að orkustöðvar hér hefðu orðið fyrir höggi, en ekki væri vitað hvað olli þessari rafmagnstruflun.

Síðar í dag voru fréttir á þá leið, að rafmagn hefði dottið út vegna of mikils álagi. Man ekki nákvæmlega orðalagið í fréttinni.

En það sem mér finnst áhugavert, er að þessa dagana eru það Bandaríkjamenn sem sjá um loftferðaeftirlit hér á landi, þannig að líklegt er að mikil loftferðaumferð hafi verið hér s.l. daga.

En fljúgandi og framandi furðuhlutir hafa sérstakan áhuga á slíku, og hafa fylgst með ákveðnum svæðum í Bandaríkjunum gegnum tíðina, og oft fylgt eftir flugvélum, bæði frá hernum og öðrum.

Þess vegna þykir mér þessi tímasetning á þessari rafmagnsbilun sérstaklega áhugaverð í ljósi þessa.

En málið er að bandaríska varnarmálaráðuneytið og bandaríski flugherinn hafa haldið upplýsingum leyndum sem hafa með að gera atvik sem má rekja til svokallaðra fljúgandi furðuhluta.

Fyrr á árinu átti ég tal við 2 eldri konur, og eldri karlmann, öll í sitt hvoru lagi. Höfðu þau áhuga á fyrirbrigðinu UFO, en voru hrædd við að tala um þetta, af ótta við að vera stimpluð "skrýtin" eða "ga ga." Ég sagði þeim að hafa ekki áhyggjur, enda hefði ég sjálf áhuga á þessu málefni og væri einmitt að lesa rannsóknir tengdar UFO. 

Þau lifnuðu öll við, og báðu mig endilega að þýða þetta efni á íslensku, sem ég var að lesa.

En eins og ég hef sagt: það er ekki allt sem sýnist þegar rafmagnslaust veður á víðáttu miklu svæði á einu bretti.

Ég man eftir að mér var sagt frá, fyrir mögrum árum, að á 9. áratugnum hefði nánast allt Kuwait orðið rafmagnslaust. Orsökin var UFO. 

 


mbl.is Rafmagnslaust víða fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband