Mynd af Hannesi vakti athygli lögreglu - af hverju?

Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu Hannesar. Lát hans er mikill missir fyrir aðstendur hans. Og það er erfitt að setja sig í þau spor sem fjölskylda hans þarf að líða, vegna þessa máls.

En ég velti fyrir mér, af hverju mynd sem var tekin af Hannesi, og kærustu hans, kvöldið fyrir morðið á honum, hafi vakið athygli lögreglu? Þetta er bara mynd, sem var tekin á góðri stund. En þessi mynd vekur líka svosem athygli mína.

Eftir að hafa lesið fyrstu fréttir af þessu máli, þá kom fram að kærasta Hannesar hafi komið að honum látnum fyrir hádegi á sunnudeginum. Ég velti fyrir mér, að ef hann átti kærustu, af hverju sváfu þau þá ekki saman þessa nótt? - Jú auðvitað gat verið skýring á þessu: ef einhver maður á kærustu, hvort sem þau búa saman eða ekki, þá gat það alveg verið að kærastan hefði verið að sinna sínum áhugamálum þessa helgi, eða þennan ákveðna laugardag, og mætti síðan heim til kærastans á sunnudeginum, rétt fyrir hádegi.

En eftir að hafa lesið frétt og séð mynd af Hannesi og kærustunni á tónleikum kvöldið fyrir morðið, og sem var birt á Víkurfréttum, en þetta er ljósmyndin sem vakti athygli lögreglu, þá velti ég eftirfarandi fyrir mér: hvert fór kærastan hans eftir tónleikana? Af hverju fór hún ekki heim með Hannesi að sofa?

Eftirfarandi er frásögn DV af fréttinni tengdri þessari mynd:

 

Síðasta myndin sem náðist af Hannesi Þór Helgasyni á lífi, kvöldið áður en hann var myrtur á heimili sínu þann 15. ágúst síðastliðinn, vakti athygli lögreglunnar við rannsókn málsins. Myndin birtist á vef Víkurfrétta sem greinir frá því kvöld að lögreglan hafi fengið afrit af ljósmyndum Víkurfrétta frá fjölskyldudeginum í Vogum strax á fyrstu dögum rannsóknarinnar. „Með það fyrir augum að finna hugsanlegan morðingja á myndunum,“ eins og segir á vf.is.

Á myndinni stendur Hannes Þór fyrir aftan unnustu sína sem er í hópi vinkvenna. Myndin var tekin að kvöldi fjölskyldudagsins, þegar Bubbi Morthens hélt tónleika á hátíðarsvæðinu. Síðar um nóttina var Hannes myrtur og því talið að þetta sé síðasta myndin sem náðist af honum á lífi.

Eins og áður hefur komið fram situr Gunnar Rúnar Sigurþórsson í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að andláti Hannesar. Hann var þó hvergi sjáanlegur á myndinni sem hér birtist.

 


mbl.is Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband