Reykjarmökkurinn fór ekkert fram hjá manni ...

Já, mig grunaði að mökkurinn kæmi frá stóriðjunni þarna á Grundartanga, þegar ég var á leið heim um 20:30 í kvöld. Töluverðan reykjarstrók lagði í vestur út á Faxaflóa og ég þóttist sjá að um töluverðan bruna var að ræða. Vonaði bara að það væri ekki eldur í býli. 

Þessi bruni segir okkur einu sinni sem oftar, að þessi stóriðja þarna er stór hættuleg. Stutt er síðan að sviplegt slys varð þarna. Ofnarnir þögnuðu þá. En greinilegt er að eigendur verksmiðjunnar töldu í lagi að kynda aftur undir ofnunum. - Það er greinilega enginn kvóti á því hvað þessar fabrikkur fá í mengunar- og aflífunarkvóta: þær menga og jafnvel aflífa starfsfólk, ef því er að skipta. Það er sorglegt.


mbl.is Reyklosun meðan á viðgerð stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband