19.8.2010 | 22:45
Af hverju keyptu þeir feðgar þá þennan banka? ...
... ef verið var að reyna að "fegra fjárhagsstöðu Landsbankans þegar unnið var að einkavæðingu" hans. Mér er spurn? En það er greinilegt, í þessu ljósi, að BTB og kó. hafi ætlað sér að komast yfir íslenskan banka, hvað sem það kostaði á þessum tíma.
Eða hvaða fjárfestar með viti, ákveða að fjárfesta í banka sem eigendur (lesist= stjórnvöld) hans gera meira úr virði hans en satt er?
Hvað liggur þar að baki annað en að taka sjénsinn til að ná í fjármagn og völd í samfélaginu?
Og þeir sem fjárfesta í svona banka sem að seljendurnir hafa bara fegrað myndina af, reyna auðvitað að gera allt til að tapa ekki þessari 'lélegu fjárfestingu' úr út lúkunum á sér.
En allir geta lent í að 'gera slæm kaup' og þar er BTB engin undantekning og ég ekki heldur.
Og það er til áhugaverð lýsing á því, í þann mund þegar bankinn var að hruni kominn, haustið 2008, eða í rauninni hruninn, þegar BTB var kallaður til í ráðherrabústaðinn, þar sem hann skoppaði upp tröppurnar "eins og kengúra," en ein sjónvarpskonan á RÚV orðaði þetta svona þarna í myrkrinu við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötunni þetta undarlega haust 2008.
En það væri áhugavert fyrir lesanda þessa bloggs og aðra að rifja aðeins upp hvað fór fram þarna í ráðherrabústaðnum. En það verður að bíða næsta bloggs frá mér. Hef ekki tíma fyrir meira pár í bili.
Reynt að fegra stöðu bankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakka þérAuðvitað var það ætlun Böggana að ræna banka innanfrá það var og er nú augljóst!
Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.