Laugardalslaugin loks opin 24/7, eða þannig ...

Skemmtilegt framlag hjá borginni. Það var alltaf mikið framfaraátak í mínum augum er Laugardalslaugin var opnuð á sínum tíma. Stórt skref frá gömlu lauginni á Sundlaugaveginum, þar sem allar gömlu kellingarnar unnu, og sem beittu okkur krakkana andlegu ofbeldi ásamt sinni frægu frekju.

Og svo var það ekki lítið skref að taka forskot á sæluna varðandi hina nýju Laugardalslaug, með því að geta skellt sér í sund í lauginni, seint um kvöld, áður en hún var meira að segja vígð, hvað þá opnuð. Við vinkonurnar fundum leið til að klifra yfir vegginn og fá okkur ólöglegan sundsprett þarna, á lokastigi byggingar laugarinnar. Það var gaman. En vissulega miklu skemmtilegra að synda í og njóta laugarinnar í dag.

En þessi sundvaka er ekki frí. Er það nokkuð? Ekki frekar en Strætó bs.

--

En ég dáist að Akureyrarbæ, þar sem ég var gestkomandi um s.l. helgi. Þar var frítt í strætó!

Gerir aðrir betur!!!!

 


mbl.is Nætursund í Laugardalslaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband