14.6.2010 | 23:31
Bankaskattur ráðlagður af þingmanni Samfylkingar ... enda í einkaeigu. Þ.e. bankinn!
Sammála Þórunni Sveinbjörnsdóttur um að sett verða lög um bankaskatt. Þessar einkastofnanir, eða nánast sem þær eru, græða á tá og fingri, og stjórnvöld eiga umsvifalaust að setja lög um einhverskonar hátekjuskatt á þessari stofnanir.
Ef stjórnvöld gera það, gæti það komið í veg fyrir að þeim detti í hug að setja lög um nýja skatta sem koma almenningi illa, hækka skatta við almenning, hvort sem um er að ræða tekjuskatta, virðisaukaskatt, erfðaskatt, eða skatta sem tengjast beint eða óbeint atvinnulífinu.
Allt fjármagn sem kemur inn í bankana, er arfrakstur launatekna einstaklinga og tekna úr atvinnulífinu. Launþegar og atvinnurekendur greiða nú þega nógu háa skatta; þá má ekki hækka, því mikilvægt er að fyrirtækin geti gengið og fjölskyldur geti gengið (án þess að svelta).
Þess vegna er skynsamasta leiðin fyrir ríkisvaldið að krækja sér í skatt hjá fjármálastofnunum á borð við banka og aðrar fjármálastofnanir.
Vill leggja á bankaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.