Tapaði Davíð fyrir Golíat á sínum tíma?

Ég vil byrja á því að hrósa formanni slitastjórnar Glitnis fyrir að tala mannamál í Kastljósi. Ég hugsaði með mér: "þetta er einstaklega frambærileg kona." Hún lét sér fátt um finnast varðandi hótanir þeirra Jóns Ásgeirs og Fons-karlsins. Viðbrögð þeirra bera vott um aðila sem eru komnir í þrot, og sem er ekki hægt að rökræða við. Að mínu mati eru þeir lýsandi dæmi um þann sem haldinn er vænisýki: "allir eru að  ráðast gegn mér" - þeir sjá "ljóta kallinn" í öllum hornum, allt frá  Davíð Oddssyni til núverandi ríkistjórnar og sérstaks ríkissaksóknara.

 

Ég man alltaf þegar Davíð Oddsson tók út sparnaðinn sinn af reikningi hjá Búnaðarbanka/Kaupþing. Þetta voru litlar sem 400 hundruð þúsund krónur. En ekki lítil upphæð í mínum augum og almúgans. Hann var að mótmæla háum launum og bónusum stjórnenda Búnaðarbanka/Kaupþings. Maður skildi ekki alveg á þessum tíma, hvað þessi skilaboð Davíðs fólu í sér. Því að ég og hinir, héldu að þetta væri eðlilegt, þ.e. að bankamenn ættu að hafa svona há laun. Og bónusa.

 

En eftir á að hyggja, getur þetta ekki talist viðunandi í almenningshlutafélagi. Þetta er allt á kostnað hluthafanna. Og hvað þá að kaupa húseign við Borgartún af verktakafyrirtæki, þar sem greitt var fyrir húskofann 100 milljónir yfir markaðsverði, bara til að rífa kofann niður. (Húsið mátti vel missa sín, þar var reyndar forljótt, að mínu mati). til að bankaglerbygging Kaupþings sem var þarna bakvið fengi meira pláss og sýnileika. Þetta var ekki í þágu hluthafa. Það að sólunda aukalega 100 millum til að rífa niður húskofa við Borgartún þjónar eigendum banka ekki og er ólíklegt til að hækka hlutabréfin.

 

Það var/er heldur ekki með hag eigenda (hluthafa) í huga, að bjóða upp á dýrustu vínin á veitingastöðum, þegar viðskiptaaðilar eru í heimsókn. Hvað þá að bjóða þeim upp á dýrustu steikurnar, eða þá að éta gull. En þennan orðróm, um dýrustu vínin, heyrði ég nú fyrir sömmu. – Ég legg til að sett verði í lög að hlutafélög í almannaeigu geti ekki notað ótakmarkað fjármagn til veisluhalda/risnu. Það verður að takmarka þetta á einhvern vitrænan hátt..

 

Var að hlusta á Útvarp Sögu, oft sem áður, og nú síðast 11. og 12. maí þar sem Gmundur Franklín var í viðtali. Hann hefur mikla reynslu sem starfsmaður hjá fjármálafyrirtækjum í USA. Hef áður hlustað á Guðmund (GF) þarna á stöðinni. Rifjaði GF upp úttekt Davíðs á þessu sparifé, þ.e. ‘skitna’ 400 þúsund kallinum, sem hann tók út á sínum tíma, og tók GF fram að Davíð hefði orðið aðhlátursefni vegna þessarar útttekar á sínum tíma. Enginn hefði tekið hann alvarlega.

 

Í sama útvarpsþætti bendir GF á, að Kaupþing hefði fengið lán frá Seðlabanka Íslands, svokallað þrautavaralán að upphæð 500 milljónir, að mig minnir. Þetta var eftir fall Glitnis og ef tir að neyðarlögin voru sett.. GF benti á í viðtalinu að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefði verið á móti því að lána Kaupþingi þetta, en vegna þrýstings frá stjórnvöldum (Geir Haarde og fleirum), var Kaupþingi lánað þetta. Þetta þarf að rannsaka: hverjir í stjórnsýslunni þrýstu á um að bankinn fengi þetta lán. Mér finnst þetta lýsa ótrúlegri vanhæfni stjórnvalda á sínum tíma. Og eins og flestir vita núna, fóru þessir fjármunir beint úr landi, til að þjóna æðstu stjórnendum bankans, og vinum þeirra.

 

Ef valdhafar bankans verða dæmdir fyrir þetta, þá er ábyrgð og sekt stjórnhafa engu að síður gífurleg. Davíð var búinn að vara ríkisstjórnina við, en enginn tók af skarið, til að setja eitthvað ferli í gang til að gera eitthvað í málinu. Þetta kemur nánar fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Stjórnarliðið var svo slappt að það sogaðist einfaldelga sofandi að feigðarósinum.

 

En þetta með tap, þá minnir mig að Davíð hefði haft vinninginn í gömlu goðsögninni um Davíð og Golíat. En það skiptir ekki máli hér. Réttlætið sigrar vonandi að lokum. Glæpur er glæpur. Og réttlæti er réttlæti.

 


mbl.is Umtalsvert tjón fyrir Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Vil aðeins benda þér á tvennt!  Davíð var forsætisráðherra á þeim tíma sem hann framdi hinn táknræna gjörning, að tæma banlareikning sinn.  Honum hefði verið í lógalagið að beita sér fyrir lagasetningu til að hafa hemil á bankamönnum"

Seðlabanki Íslands var, og er, sjálfstæð stofnun  og ekki undir forsætisráðherra settur.  Enginn utanaðkomandi getur sagt SÍ fyrir verkum!  Lánið til kaupþings er því alfarið á ábyrgð SÍ, en um leið í mótsögn við goðsögurnar um visku Davíðs og viðvaranir!  Þessi eftirá speki er því rugl!

Auðun Gíslason, 13.5.2010 kl. 03:12

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  'onei, það var Björgvin viðskiptaráðherra,sem var kallaður inn á teppið hjá Jóni Á. engum dylst að mr.Jón var valdamesti Íslendingurinn,á þessum tíma. Stjórna ekki peningar heiminum,því þeir skap völd. Þú getur keypt allt fyrir klinkið nema heiðarleika Davíðs Oddsonar.

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2010 kl. 04:26

3 identicon

Ég endurtek það sem ég skrifaði á öðru bloggi um daginn.

Hvað Davíð varðar, þá er hann eftir allt mannlegur. En það þýðir ekki að hann geti sloppið undan ábyrgð. Hann stjórnaði landinu í 15 ár, og var þar á eftir seðlabankastjóri, og hann getur því miður ekki komist undan ábyrgð með því að segja að hann "hafi ekki getað gert neitt", eða "enginn hlustaði á mig". Hann var líklega ein valdamesta persóna íslandssögunar og hann hefði bara átt að öskra hærra, en eins og fram kom í rannsóknarskýrslunni þá getur hann öskrað á suma. Hans fortíð í pólitík og hatur á ákveðunum pólitískum einstaklingum er skiljanlegur, en þrátt fyrir það þá verður ríkisstjórnin að geta unnið saman með seðlabankastjóra landsins. Hann var vitlaus maður á vitlausum stað, sem endaði á því að taka vitlausar ákvarðanir. Hér eru nokkur lykilmistök seðlabankans undir stjórn Davíðs:

- Þeir gleymdu þeir að framlengja 500 millj. evru lánalínu!!

- Þeir lánuðu bönkunum 300 milljarða með engin raunveruleg veð (ástarbréfin)!!

- Þem mistókst að stoppa ruglið, sem þeir hefðu getað gert á margvíslegan hátt. T.d. með því að krefja hærra lausafjárhlutfalls. Eða t.d. benda á að allt væri að fara til fjandans, í stað þess að fara í sjónvarpið og segja að allt sé með feldu.

- Persónulegar deilur milli ráðherra of seðlabankastjóra gerði þeim erfiðara um vik að glíma við vandamálin.

Þetta er allt hægt að lesa út úr rannsóknarskýrslu alþingis. Þar að auki þá finnst mér einnig að setning gjaldeyrishaftana hafi verið hræðileg mistök, sem gera kreppuna á Íslandi lengri en í öllum öðrum Evrópulöndum. í dag þá virðast hagfræðingar einnig vera að gera sér grein fyrir því að verðbólgumarkmið geta verið mjög slæm í vissum tilfellum. En í litlum óstöðugum hagkerfum eins og Ísland með íslenska krónu, þá ganga þau ekki alltaf. Persónulega tel ég að seðlabankinn hefði átt að lækka vexti um leið og allt hrundi! En það er svo sem alltaf hægt að vera vitur eftir á.

Að lokum þá má geta þess að ég kaus alltaf Davíð þegar hann var formaður sjálfstæðisflokksins, enda held ég að margt af því sem hann kom til leiðar var gott, en það þýðir ekki að fyrirgefi honum vanrækslu og slæmar ákvarðanir í starfi sínu sem seðlabankastjóri.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband