28.4.2010 | 22:58
Af hverju fór einungis sjóðsstjórinn frá? Engir "smalakettir" á ...
vegum lífeyrisþega (lesist= fáir þeirra mættu á fundinn) og þess vegna hélt stjórnin velli. Greinilega engir "smalakettir" á vegum sjóðsfélaga á þessum fundi. Bara smalakettir sem eru hliðholliir vanhæfri stjórninni. Stjórn sjóðsins endurspeglar enn og aftur hugsunarhátt einkabankavæðingarinnar og útrásarvíkinganna sem eignuðust bankana sem sjóðurinn fjárfesti í: þeir eru í bullandi afneitun. Fólk sem þarf að láta rífa af sér hluta af rýrum launum sínum sem það heldur að sé að fara í góða fjárfestingu og sem það heldur að það eigi til góða til elliáranna, er í rauninni að afsala sér fé til fjárglæframanna sem skammta sjálfum sér ofurlaun fyrir að sitja á fjósbitanum í þessum sjóði, sem og fleiri sjóðum.
En sjóðsfélagar þurfa að mæta á þessa fundi hjá vanhæfum og spilltum sjóðunum til að hafa áhrif.
Sjóðsstjóri Gildis fer frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Athugasemdir
Mér skilst að almennir sjóðsfélagar hafi ekki atkvæðisrétt, þeir voru langfjölmennastir á fundinum. Fréttin virðist vera skrifuð á ákveðinn hátt til að fela það óréttlæti...
Gunnar, 29.4.2010 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.