Karlinn stendur við sitt - Sannfæringu sína.

Vilhjálmur var í viðtali Milli mjalta og messu fyrr á árinu. Þar tók hann fram að hann flygi ekki með flugfélaginu Iceland Express. Vilhjálmur hefur gagnrýnt harðlega á undanförnum misserum hvernig íslensk hlutafélög voru rekin. Iceland Express tengist því miður einum af hrun-körlum Íslands og þess vegna var þetta tímabær sveifla hjá Vilhjálmi, að geta afneitað verðlaunum af þessu tagi. Greinilegt er að stjórnendur þáttarins hafi ekki unnið heimavinnuna sína og það er nú bara spurning um hvort RÚV sé að kóa með fyrirtækjum sem eiga sér miður góða viðskiptasögu.

En Vilhjálmur er sjalfum sér sannkvæmur og ég hvet lesendur þessa bloggs til að lesa viðtalið við Vilhjálm. Líklega er hægt að kaupa það á diski hjá Útvarpi Sögu, þar sem viðtalið fór fram.


mbl.is Afþakkaði gjafabréf í Útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband