10.2.2010 | 22:40
Maður hefur nú séð það ljótara ...!
... ef marka má mynd af viðkomandi byggingu af umerfðarmiðstöðinni á Ráðhústorginu í Köben.
En til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er byggingin niðri á Lækjartorgi sem þjónaði einu sinni sem biðskýli Strætó BS og hýsti fleiri góð fyrirtæki, þá er byggingin forljót og ljóður á Lækjartorgi. En hvað kemur í staðinn og hvenær, veit enginn.
Moggahöllin gamla er er líka forljót. Og ýmsar fleiri byggingar niðri í miðbæ Reykjavíkur. Vonandi fær þetta að fjúka í nánustu framtíð. En hvenær þetta dót verður rifið, veit enginn. Við verðum bara að sætta okkur við að fá fallega Hörpu við sjávarsíðuna í staðinn.. Hitt er gaddfreðið.
Myndin sem fylgir með er af "Hörpunni" eins og staðan var á henni sumarið 2008.
Ljótasta hús Danmerkur rifið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.