Gvuð minn góður! Eru þetta stórfréttir? Eða frétt yfirleitt?

Ef barnavagn fyki um koll úti í Skerjafirði eða á Seyðisfirði og barnið hefði verið flutt á Slysadeild, þættu það ekki fréttir.

En það þykja víst fréttir þegar París Hilton á í hlut eða þegar hægt er að gera lítið úr Sarah Palin. Blaðamanni mbl.is þykja það svo miklar fréttir (sem hann apar jú upp eftir öðrum fréttamiðlum) að Palin hafi skrifað minnispunkta í lófann á sér fyrir fund.

Þegar fólk þarf að tala á fundum og/eða svara spurningum tekur það yfirleitt með sér minnisblöð, þar sem það hefur skráið punkta, eða heilu ræðurnar eða pistlana. Í þessu dæmi kýs Palin einfaldlega að nota lófann á sér fyrir nokkra minnispunkta. Allt of sumt. Gerir aðrir betur!

Það er alveg með ólíkindum hvað blaðamenn nota sér sem fréttamat. 

En aðferði9n sem Palin notaði er svokallað "Mind Mapping" þar sem viðkomandi skráir stikkorð. Og það ætti að vera alveg sama hvort hún skrái stikkorðin i lófann á sér eða á blað,'

Ég man alltaf eftir ræðu sem Margrét Danadrottning hélt í kvöldverðaboði, þegar að Vigdísi forseta var boðið í höllina Amalíenborg: Vigdís hélt fyrst ræðu og var með hana skrifaða í litla línustrikaða blokk eða lausar blaðsíður. Var hún að böðlast með þetta á meðan ræðunni stóð. Ræðan var góð (hún lagði út frá einhverju ísbirni), en blaðsíðurnar voru nokkuð fyrirferðarmiklar hjá henni og voru kannski í anda efni ræðunnar: ísbjörn getur líka verið ansi fyrirferðarmikill, ef svo ber undir.

Siðan tók 'Magga' við og hélt sína hátíðarræðu í þessu fína kvöldverðarboði og ég tók sérstaklega eftir að hún var ekkert að böðlast með einhverjar blaðsíður. En hún var heldur ekki með þetta skrifað í lófann. Hún var einfaldlega með ræðuna skrifaða á lítil spjöld, og í hvert skipti sem textanum á spjaldinu lauk, henti hún spjaldinu á borðið framan sig og hélt áfram á næsta spjaldi. Þetta var hennar tækni við ræðuhaldið. Þetta kom í veg fyrir að hún hugsanlega gæti ruglast í línum með lesturinn ef hún væri með þetta á stærra línustrikaða blaði. 

Palín kellingin, kæmi sér örugglega upp einhverju álíka kerfi eins og 'Magga' ef hún þyrfti að halda 5-10 mínútna ræðu. 

En eins og ég segi, þá finnst mér ekkert athugaverið við það að Palín skrifi minnispunkta í lófann á sér. Hver hefur ekki gert það, svo sem í gegnum tíðina. Og sérstaklega fyrir próf????


mbl.is Palin með glósur í lófanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jújú, þetta er kannski rétt hjá þér, en maður á nú að geta svarað spurningum um þrjú helstu stefnumál flokks sem maður sjálfur er í forsvari fyrir.

Óskar Steinn (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 06:15

2 identicon

Auðvitað er það stórfrétt að kerling sem fær 100þúsund dollara fyrir að tala yfir "tea-baggers"... að þessi kona sé að spá í að verða næsti forseti USA, reyndi síðast að vera varaforseti.
Það er nokkuð ljóst að ef hún nær því að verða forseti, þá getur þú kysst rassinn á þér bless.. kerlingin er líka óð í stríð eins og allir ofurkrissar.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 10:00

3 identicon

En vitiði hvað hún skrifaði í lófan á sér?. Þarna stóð orðrétt "Energy, budget cuts, tax, lift american spirits". Þetta tengist ekki svörum, þetta eru málefnin!. Það er eins og hún hafi verið að skrifa niður spurningarnar, ekki svörin!. Ef þið virkilega haldið því fram að þessi manneskja sé hæf til að verða forseti Bandaríkjanna (eða einhvers lands) þá þurfiði aðstoð. Og hvaða ræfill notar minnispunkta í miðju viðtali á fundi hjá sínum eiginn stuðningsmönnum. Segið mér það. Ég man eftir George W. Bush í kappræðum við andstæðinga sína fyrir kosningarnar 2000 og hann jarðaði þá. Sarah Palin getur ekki einu sinni svarað Katie Couric.

Sjonni (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 18:20

4 identicon

Og "lift american spirits". Þetta er bara hlægilegt.

Sjonni (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband