Jæja, var Clinton að mæta á svæðið? Innantómur lúðrablástur, eða hvað?

Hvenær reið skjálftinn yfir á Haiti? Var það ekki fyrir rúmum þremur vikum síðan?

Og nú er aðalkallinn sjálfur að mæta á svæðið og þykist hafa einhvern ás uppi í erminni til að verða að gagni þarna. Haití-búar kaupa þetta greinilega ekki.

Við skulum ALLS EKKI gleyma því, að það voru íslenskir björgunarsveitarkmenn sem mættu fyrstir á svæðið og sem björguðu fórnarlömbum úr rústum. Það eru margir dagar síðan. Og þessir menn voru ekki að verki þarna til að kaupa sér atkvæði til að komast áfram á alþjóðavettvangi.

Og svo mætir pólitíkus á staðinn í dag, og þykist ætla að bjarga einhverju þarna.  Hann fær óblíðar móttökur. Af hverju? Er þetta orðið of seint? Nei. Haítí búar þurfa nefnilega ekki á einhverjum sparikörlum að halda, þó að karlihn heiti "Clinton" eða öðrum nöfnum. Íslenska björgunarsveitin vann sitt verk og ætti skilið Fálkaorðuna, ef ekki meira á alþjóðavísu. En almúginn er allt of fljótur að gleyma framlagi okkar íslensku björgunarsveitarmanna.

En einhver 'lið', eða stjórnmálakarlar sem eru að mæta þarna til Haítí, NÚNA, eftir allan þennan tíma, eiga auðskiljanlega ekki upp á pallborðið hjá Haítíbúim, þó að þeir berið nafnið "Clinton"

Það er sama vandamálið í gildi þar og hér á landi, þeir sem þurfa mestu hjálpina, eru ekki að fá hana. Lausnir eru fár sem engar, sama hvað pólitíkusar blása hátt í lúðra sína.


mbl.is Mótmæli við komu Clintons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau ættu frekar vera þakklátt þessum manni hann hefur safnað miklum peningi fyrir þau það er eins og þau fatti ekki að það búa 9 miljónir á þessu svæði margir þeirra misstu allt og þau búast að einhver smelli fingri og allt verður komið í lag.

Og hvað ert þú að dæma þennan mann hvað hefur þú gert gefið 1 skítinn þúsundkall?

Ég er viss um að þessir sparikallar munu bjarga fleiri Haiti búum við að safna vatni, mati, tjöldum og fleiri heldur en íslenska björgunarsveitinn bjargaði úr rústunum.

kl (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 00:34

2 identicon

Þetta er nú meiri heimskan í þér Ingibjörg... þessi maður og hans samstarfsfólk eiga eftir að bjarga mun fleiri lífum en þú greinilega gerir þér grein fyrir...

tva (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 01:07

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ strákar, en sagði hann eitthvað, þegar hann loksins mætti á svæðið. Gaf hann einhverjar yfirlýsingar um hvað hann ætlar að gera? - Það sem er allavega á döfinni hjá mér er að skreppa á litla Haiti kaffihúsið við fyrsta tækifæri. Það er staðsett nálægt höfninni í Rvík. Drekka þar kaffi eða te og gefa eitthvað í söfnunarkassann hjá þeim. En konan sem rekur staðinn er frá Haítí. Kannski ættum við bara að hittast þarna við fyrsta tækifæri?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 9.2.2010 kl. 02:19

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samkvæmt nýustu fréttum,hefur matvæla aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum, verið hættí í bili vegna svindls á útgefnum matarmiðum.  

Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2010 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband