Jæja, nú er þetta félag komið hringinn. Man ekki hvað það hét þegar það var á markaði fyrir rúmum áratug síðan. Þá var félag að nafni Kaupþing, uppi í Ármúla, sem var á fullu að markaðssetja hlutabréf í félaginu (líklega hét það Baugur þá), og var að reyna að fá aðila sem vildu kaupa hlutabréf, að kaupa í þessu félagi. Líklega áttu þeir sjálfir þessi bréf í Baugi sem þeir vildu selja. Ég lét ekki glepjast af þessu sölutrixi og keypti í öðru.
Síðar var þetta félag tekið út af markaði.
Núna hefst önnur umferð með sölu á þessum bréfum: fyrst var þetta í Kaupþingi, svo í Búnaðarbanka, sem varð aftur að Kaupþingi eða KB ; nú Arion banki.. Sem sagt, félagið Baugur/Bónus > Hagar eða hvað svo sem félagið hét í millitíðinni, er aftur komið í söluferli hjá bankastofnun. Og nú er það hlutverk starfsmanna bankans, eins og hins bankans fyrir rúmum áratug síðan, að selja þetta á markaði. Þeir eiga ekkert val.
Þ.e. sölumenn bankans. Þetta verður þeirra verkefni á næstunni: að pranga þessu félagi inn á fjárfesta og aðra sem vilja kaupa hlutabréf.
Sagan er að endurtaka sig: félagið hefur snúist í hringekju íslenska fjármálamarkaðarins: fjármálastofnanir sem sitja uppi með hluti í félögum sem hafa skuldað þeim verða nú að róa lífróður og selja þetta, hvað sem tautar og raular.
Það þarf ekkert að vera að þetta sé svo slæm fjárfesting til lengri tíma litið, og ég hef ekkert á móti einhverjum fyrirtækjum í þessari samsteypyu, en þetta er afleit fjárfesting fyrir skammtímafjárfesta. En símtal þess sem vill kaupa hlutabréf í gegnum Arion banka, verður núna í formi þess að það sé hagstætt að fjárfesta í Högum. Alveg eins og símtölin voru hjá Kaupþingi fyrir rúmum áratug síðan.
Verðbréfaguttar í svona bönkum á borð við Arion banka, er uppálagt/fyrirskipað að reyna að selja hluti sem viðkomandi banki þarf að losa sig við, þegar um nánast fallít fyrirtæki er að ræða, sem bankinn hefur þurft að yfirtaka. Ekki er velferð fjárfestis höfð í huga, eöa hvað hentar honum þessa eða hina stundina. Það á bara að selja, selja, selja; þ.e. selja það sem þessi banki þarf að losna við. Núna.Eða helst í GÆR.
Óvissu um framtíð Haga eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.