Rvík hjólaborg - Löngu kominn tími til.

Ég man alltaf eftir því þegar mér var boðið tik Kaupmannahafnar þegar ég var 8 ára. Landslagið var greinilega vel skipulagt þarna og meðfram hverjum einasta vegi og götu, var sérstök malbikuð hjólabraut.  Þetta var ekki til á Íslandi. En það kom ekki í veg fyrir að maður hjólaði sem krakki. Ég held að lengsta hjólreiðaferð sem ég hef farið í, var þegar ég var 11 ára, þegar við stelpurnar hjóluðum í einni bunu frá hverfi 105 upp í sumarbústað í Mosfellssveit sem var staðsettur alveg upp við Gljúfrastein. Þar borðuðum við nestið okkar og hjóluðum svo til baka. Ég sofnaði fljótt eftir þessa ferð, er heim var komið.

Síðar urðu hjólreiðar slitróttar, maður var spenntari fyrir að 'fá bílinn lánaðan' en löngu síðar dreymdi mig alltaf um að hjóla kringum landið. Var stundum að ræða þetta við einn vin minn, og sá tók sig til árið '94 eða '95 og hjólaði kringum landið. Þá var ég einu sinni ekki búin að kaupa mér hjól og gat því ekki farið með, enda líka á fullu í vinnu. En viðkomandi fór hringinn á tveimur vikum! Hann var kominn með maga, eða svona smá ýstru framan á sig fyrir hringferðina. En eftir að hafa hjólað hringinn var maginn á gæjanum sléttur!

Ég lét gamlan draum rætast árið eftir; keypti mér hjól sem ég hjólaði á innanbæjar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan.  Var ég dugleg við að fara á hjólinu frá hverfi 105 út í HÍ, þegar ég var í námi þar. Hjólaði ég með sjávarströndini (Sæbraut/Skúlagata), en ég man alltaf eftir því að þessum árum að aðeins hluti af þessari leið hafði verið lagður. Byrjað var á að malbika og gera grjótgarð á þessari leið neðan úr bæ (101), þannig að stór hluti leiðarinnar var grýttur og alltaf leiðinlegt að hjóla þá leið. Það var bætt úr þessu smám saman, tekinn smá biti til malbikunar á ári hverju, en í dag er þessi leið algjör draumur fyrir hjólandi og gangandi.

 

P8110107Þessi mynd er tekin á téðri hjólreiðaleið við Sæbrautina neðan við Íslandsbanka. Þarna er þoka, en henni létti áður en maður var búinn að snúa sér viðl.

Til eru nokkrar góðar hjólreiðaleiðir innan hinna ýmsu hverfa í Reykjavík, en ef maður ætlaði t.d. að hjóla til Hafnarfjarðar eða Keflavíkur ... þá er bara gert ráð fyrir ökutækjum á vegum úti. Það er glæpur að ætla sér að hjóla á þessa staði, hvað þá að skreppa á hjólinu upp á Akranes eða á Selfoss, svo eitthvað sé nefnt.

Við Íslendingar erum seinþroska í hjólreiðum m.v. vini okkar Dana. En hvers konar útbætur eru vel þegnar.


mbl.is Reykjavík verður hjólaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband