... Strákarnir okkar brilleruðu í leiknum gegn þungum Rússunum í dag.
Kannski eru Rússarnir í gamla Sovét tímanum: þungir upp að 120 kílóum og með þjálfara sem var sem lýst við "risaeðlu" af okkar manni sem lýsti leiknum í dag.
En okkar menn geta gert enn betur, og sem gæti hjálpað þeim til að losa um spennu fyrir leik: það er að kunna og geta sungið þjóðsönginn skammlaust. Sumir kunna fyrsta erindið, en það hefur verið svolítið pínlegt að horfa upp á t.d. einn landsliðsmanninn með munninn samanheftan, eins og honum væri borgað fyrir það.
Nú er bara kominn tími fyrir "Landsliðskórinn í handbolta" og ég þykist fullviss um að allir þessir strákar eigi sér rödd í kór. Þeir þurfa bara að fá góða þjálfun í þessu frá viðeigandi aðila og það getur verið einn liður í að efla liðsheildina hjá þeim. Ekkert væri skemmtilegra en að horfa á upphaf leiks íslenska landsliðsins þar sem þeir syngju þjóðsönginn allir sem einn, og það yrði mjög uppörvandi fyrir þá sjálfa.
Átta marka sigur á Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Athugasemdir
Ég held þú sért að tala um Alexander Petterson, en hann er Lithái að upruna. Í "Íslandi í dag", var nærmynd af Alex og þar kom fram að hann spilar af miklu stolti fyrir þjóð sína, Ísland. Alex er atvinnumaður í hæsta gæðaflokki fram í fingurgóma og hann kemur alltaf 100% "mótiveraður" í hvern einasta leik.
Sumir einfaldlega syngja ekki og það á ekki að gera það að umtalsefni þó þeir kjósi svo. Mjög góður andi virðist ríkja í liðinu og samheldnin og baráttugleðin skín úr hverju andliti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2010 kl. 00:13
Já Ingibjörg mín,hann Alexander er "Supermann". Sumir hafa þannig röddu að það líkist jóðli,en þeir horfa á þjóðfána sinn með stolti,vefja honum svo um sig,eftir sigur,það er algengt í Evrópu og heimsmeistara- keppnum í frjálsum íþróttum.
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2010 kl. 23:39
Hæ Gunnar Th. og Helga! Ég átti ekki við Patterson, þegar ég talaði um landsliðsmann með "munnin samanheftan" - það var annar maður. Man ekki hvað hann heitir, en er ljóshærður. En það er allt í lagi. Ef maður kann ekki texta, þá syngur maður einfaldlega ekki með. - Ég er engin söngkona, þó að mér finnist gaman að hlusta á söng, en mér er sag tað það sé hægt að þjálfa einstaklinga til að syngja, enda var einu sinni gefinn út diskur með söng Íslensks landsliðs - þetta var flottur kór - en eins og ég segi, þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Og nú munu 'strákarnir okkar' taka þátt í Heimsmeistaramótinu í handbolta í Sverige að ári, þannig að nú er svigrúm fyrir strákana til að læra þjóðsönginn, allir sem einn. Það væri flott að sjá þá syngja þetta fyrir leiki á þessu móti.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.2.2010 kl. 22:57
Alveg er mér slétt sama þó einhverjir þeirra láti nægja að snúa andlitinu að þjóðfánanum, á meðan þjóðsöngurinn er leikinn.
Þetta er enginn kór.... "Strákarnir okkar" eru engir kórdrengir.
Sjálfur er ég söngmaður og syng og hef sungið í nokkrum kórum. Ég syng þá gjarnan bassa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.