13.9.2023 | 22:53
Draumur fangans
og líklega draumur okkar allra, er að sjá vígahnött amk einu sinni á lífsleiðinni, og ég tala nú ekki um UFO, en það er önnur saga.
En "Draumur fangans" er heiti á lagi sem Ellý og Vilhjálmur sungu, ásamt fleiri lögum eftir 'Tólfta september' sem voru mjög vinsæl hér fyrr á árum. Tólfti september var höfundarheiti Freymóðs Jóhannssonar.
Og þessai magnaði vígahnöttur þarna fyrir Norðan birtist einmitt að kvöldi 12. september 2023. Veit ekki klukkan hvað.
En það sem mér finnst magnað, er að vígahnöttur birtist á himni á landi hér árið 2017 og náðu einhverjir myndir af honum. Ég sá þann vígahnött berum augum þar sem ég var stödd úti á svölum heima hjá mér í Reykjavík. Og dagsetningin? Hvað annað en 12. september! Rétt fyrir kl. 22 árið 2017!
Ég man alltaf þessa dagsetningu vegna lagahöfunarins Tólfta september. En ég á alltaf erfitt með að muna ártalið, þ.e. hvort þetta var 2016 eða 2017. Þess vegna þurfti ég að fletta því upp áður en ég skrifaði þetta blogg.
Vígahnöttur beint fyrir ofan Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |