Of mikið álag á leiðtogum þjóða

Þiggur Mike Pence hádegisverðarboð forseta Íslands eða ekki? Skv. áætlun lendir vél hans hér um hádegi. Og síðan er áætlað að hann hitti utanríkisráðherra í Höfða og einnig borgarstjóra, og þá hvar? Mig minnir að Pence eigi fund með einhverjum áður en hann flýgur til Íslands. Einn fundurinn á fætur öðrum.

Svona var þetta einnig þegar Angela Mercel kom hingað til lands um daginn: hún fundaði að morgni, þeystist til Íslands með flugi og sem betur fer gat hún skroppið í bæinn þar sem hún gisti á Hótel Borg, áður en hún fór út í Viðey á fund. Heilsa Mercel hefur ekki verið nógu góð, enda mikið álag í starfinu.

Þetta fólk er komið af léttasta skeiði og það eru takmörk fyrir því hversu mikið það getur tekið að sér á einum degi.

Skv. mínum heimildum, þá t.d. mætti Donald Trump seint á G7 fundina í síðustu viku og jafnvel dottaði á fundunum.

Þessi stutta heimsókn Mike Pence er ekkert smáræði: mikill undirbúningur og vinna, ýmsar lokanir á götum o.s.frv.

Þetta er annar tími miðað við þegar Nixon kom hingað í heimsókn: þá fékk hann sér góðan göngutúr niður Skólavörðustíg og Laugaveg ... og jafnvel heilsaði upp á fólk.

En ég ætla allavega að fá mér göngutúr í Borgartún á mogrun, í tilefni dagsins, og kem við í Landsbankanum í leiðinni. En í dag fór ég framhjá Höfða (fyrrverandi vistarstað Einars Ben.) og þar var búið að setja upp grindverk austan og sunnan megin, og fleiri grindverk biðu þess að verða sett upp, líklega í nótt eða snemma í fyrramálið.

Og svo spyr ég að leiðarlokum: Gerir Mike Pence tilboð í Ísland? Vill Kaninn kaupa skerið, þar sem Grænland fór í vaksinn?


mbl.is „Margbúið“ að skipuleggja komu Pence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband