Bjórinn eða síminn ógn í akstri?

Þegar leyfa átti bjórsölu hér á krám og í ríkinu 1989,voru margir svartsýnir, treystu ekki landanum til að fá sér sopa, t.d. alþingismenn, og héldu að landinn færi einfaldlega að dekka bjór í vinnunni. Þetta rættist ekki. Íslendingar þekkja sín mörk og detta í það á viðeigandi stað og stund.

Ekki heldur var Íslendingum treyst til að detta ekki í það á Alþigishátíðinni 1974: ríkið var lokað í tvo daga fyrir hátíðina sem haldin var á Þingvöllum.

Í dag eru önnur vandamál á ferðinni: fólk í akstri, sem horfir á símann sinn, allsgáð, en er of upptekið í símanum og skapar hættur í umferðinni.

 

 


Ekki keyra og vera í símanum á sama tíma!

Ég er búin að taka fyrir það að fara í bíl með dóttur minnni, nema ég hafi símann hennar í minni vörslu.

Allt of algengt er að fólk sé að kíkja á símann sinn í akstri. Stundum þykist það vera bara að kíkja á klukkuna!

Ég segi bara núna: ekki keyra bíl, og verða að kíka á símann, og svo kannski að keyra á lítð barn á veginum, sem þú sást ekki vegna þess að þú varst að kíkja á símann þinn.


mbl.is „Ég ók skömm­ustu­leg­ur á brott“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband