Eldri þingmenn víkja fyrir ungri þingkonu!

Það verður spennandi að fylgjast með AOC, yngstu þingkonu sögunnar í BNA. Eldri þingmenn sem töpuðu fyrir henni er ekki skemmt.

En svona er lífið: yngri kynslóðin tekur við af þeim eldri. Unga kynslóðin gerir kröfur. Sem þeir eldri (og spilltari??) hafa ekki haft áhuga á að leggja áherslu á.

Vonandi getur yngsta þingkona BNA haft áhrif í þinginu. En ég hef áhyggjur af því að hún hafi eignast marga valdamikla óvini. (Þeir sem kunna ekki að tapa).

Alexandria Ocasio-Cortez er samnefnari ungu kynslóðarinnar sem er á leið inn á þing í mörgum löndum á komandi misserum.

En líklega þurfa þessir væntanlegir frambjóðendur lífverði, vegna þess að þeir eru að bjóða ríkjandi valdastéttum bygrinn.


mbl.is Pólitísk rokkstjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála ritstjóra Reykjavik Grapevine!

Sammála Vali Grettissyni, það eru ekki aðeins túristar sem lesa Reykjavik Grapvine. Ég les þetta blað reglulega. Erlendir íbúar hér, og túristar, geta lesið gagnlegar fréttir í þessu blaði, t.d, hvað er aðallega í umræðunni hér o.s.frv. Og ég er þar ekki undanskilin.

Það er engin nýlunda að aðgerðir stjórnvalda eru klúðurslegar í lagasetningum. Þegnum og öðrum er sífellt mismunað.


mbl.is Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband