Mesti stjórmálaheili okkar samtíðar?

Ég óska Ólafi Ragnari til hamingju með 80 ára afmælið 14. maí 2023!

Er viss um að hann á eftir að láta til sín taka, enn frekar í sambandi við heimsmálin.

Þegar ég var í námi og að lesa námsefnið í heimspeki og öðru, var sífellt verið að vitna í einhvern Machiavelli.

Einhverjum árum síðar, rakst ég á bókina "Prinsinn" eftir Machiavelli í Góða Hirðinum. Áhugavert lesefni. Þar er t.d. nefnt hvað gerir leiðtoga vinsæla, og hvað gerir þá óvinsæla. Og hvernig þeir eigi að stjórna o.s.frv.

Einhverjum árum síðar, sér maður nokkur, sem var samtíða Ólafi Ragnari á Ísafirði, þessa bók hjá mér. Tjáði hann mér að Ólafur hefði átt þessa bók. Lesið hana spjaldanna á milli, strikað undir og tíberað á spássíurnar í sífellu. 

Hef oft hugsað eftir þessa lýsingu á Ólafi sem las Machiavelli svona spjaldanna á milli, að hann hafi þannig alið sjálfan sig upp í að verða leiðtogi. Geri aðrir betur!


mbl.is „Norðurskautsmeistarinn“ heiðraður í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband