Áramótaraup

Hef stundum velt því fyrir mér af hverju kóngafólk sitji sem fastast, jafnvel allt til dauðadags.

Ég skil Dnadrottningu vel að segja af sér núna. Hún er að eldast og hefur nýlega þurft að ganganst undir bakaðgerð.

Þetta var síðasta stórfréttin sem ég las árið 2023.

Skynamlegt væri að konungborið fólk sé skylt að fara á eftirlaun við 67 ára aldur eins og við hin. Þá fengju erfingjarnir tækifæri til að taka við krúnunni á ´besta aldri´ í stað þess að vera orðnir ´gamlir kallar´eins og sumir.

Sjálf er ég orðin gömul og 67+ og ég man það langt aftur að hafa skoðað og lesið dönsku blöin: Femme, Söndags B.T., Femine o.fl. Þar var danska pressan á fullu við að birta frásagnir og myndir af dönsku hirðinni. Það fór ekkert fram hjá manni. Þetta voru samfélagsmiðlarnir í gamla daga.

Húsmæður keyptu þessi blöð í hrönnum, og voru jafnvel í ´áskrift´ í bókabúðinni að blöðunum. Stundum sendi mamma mig þangað til að sækja þessi blöð.

Amma keypti þau líka. Engu var hent. Blöðin voru geymd í stöflum í herbergi uppi á háalofti. Þegar við barnabörnin voru í heimsókn fannst okkur gaman að fara upp á loft og fletta í gegnum þessi gömlu blöð.

Man sérstaklega eftir myndum af dönsku konungsfjölskyldunni í garðinum við höllina: verðandi Danadrottning, þá lítil stelpa og systur hennar úti í garði með pabba og mömmu. Margrét rak sig í glas meö drykk sem helltist niður á borðið. Og auðvitað, pressan náði mynd að því þegar Ingrid mamman, skipaði henni að þurrka upp vökvann.

Greinilega vel upp alin drottning sem víkur sæti fyrir 55 ára gamlan son sinn. Vonandi á hann eftir að njóta sín í embættinu.


mbl.is Danadrottning stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur fangans

og líklega draumur okkar allra, er að sjá vígahnött amk einu sinni á lífsleiðinni, og ég tala nú ekki um UFO, en það er önnur saga.

En "Draumur fangans" er heiti á lagi sem Ellý og Vilhjálmur sungu, ásamt fleiri lögum eftir 'Tólfta september' sem voru mjög vinsæl hér fyrr á árum. Tólfti september var höfundarheiti Freymóðs Jóhannssonar.

Og þessai magnaði vígahnöttur þarna fyrir Norðan birtist einmitt að kvöldi 12. september 2023. Veit ekki klukkan hvað.

En það sem mér finnst magnað, er að vígahnöttur birtist á himni á landi hér árið 2017 og náðu einhverjir myndir af honum. Ég sá þann vígahnött berum augum þar sem ég var stödd úti á svölum heima hjá mér í Reykjavík. Og dagsetningin? Hvað annað en 12. september! Rétt fyrir kl. 22 árið 2017!

Ég man alltaf þessa dagsetningu vegna lagahöfunarins Tólfta september. En ég á alltaf erfitt með að muna ártalið, þ.e. hvort þetta var 2016 eða 2017. Þess vegna þurfti ég að fletta því upp áður en ég skrifaði þetta blogg.


mbl.is Vígahnöttur beint fyrir ofan Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvalstöðin" í Tjarnargötu

Í bókinni Iðnaðarmenn (útg. 1987), segir Guðgeir Jónsson bókbindari (1893-1987) frá uppvexti sínum og ævistarfi.

Segir hann að flest uppvaxtarár sín hafi hann unnið með hest og vagn sem amma hans átti, en sá sem hafi haft millugöngu um vinnuna var stjúpi hans, sem var einnig með hest og vagn.

Árið 1907 segist hann hafa verið í "bæjarvinnu við að bera ofan í göturnar. Það voru Hafnarstræti, Austurstræti, Suðurgata og Tjarnargata sem var embættismannagata. Þá fékk ég að vita hvaða nöfn bæjarbúar höfðu gefið húsunum við Tjarnargötuna í daglegu tali.

Björn augnlæknir bjó í húsinu númer 18. Það var kallað Glyrnan vegna starfs húsráðanda. Hús Sigurðar Briem póstmeistara var kallað Póstkassinn, hús Klemensar Jónssonar Klemmukassinn og ráðherrabústaðurinn Hvalstöðin. ... "(bls. 156).

Þegar ég las þessa frásögn fyrir nokkrum dögum, velti ég því fyrir mér af hverju ráðherrabústaðurinn hafi fengið þetta viðurnefni. En leitin að því var auðveld, með því að gúggla þetta, og kom upp frásögnin af norska hvalveiðiforstjóranum fyrir vestan sem seldi Hannesi Hafstein húsið, sem var síðan flutt til Reykjavíkur og reist í Tjarnargötunni, á vef Stjórnarráðsins.


mbl.is Hauskúpa finnst í Ráðherrabústaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesti stjórmálaheili okkar samtíðar?

Ég óska Ólafi Ragnari til hamingju með 80 ára afmælið 14. maí 2023!

Er viss um að hann á eftir að láta til sín taka, enn frekar í sambandi við heimsmálin.

Þegar ég var í námi og að lesa námsefnið í heimspeki og öðru, var sífellt verið að vitna í einhvern Machiavelli.

Einhverjum árum síðar, rakst ég á bókina "Prinsinn" eftir Machiavelli í Góða Hirðinum. Áhugavert lesefni. Þar er t.d. nefnt hvað gerir leiðtoga vinsæla, og hvað gerir þá óvinsæla. Og hvernig þeir eigi að stjórna o.s.frv.

Einhverjum árum síðar, sér maður nokkur, sem var samtíða Ólafi Ragnari á Ísafirði, þessa bók hjá mér. Tjáði hann mér að Ólafur hefði átt þessa bók. Lesið hana spjaldanna á milli, strikað undir og tíberað á spássíurnar í sífellu. 

Hef oft hugsað eftir þessa lýsingu á Ólafi sem las Machiavelli svona spjaldanna á milli, að hann hafi þannig alið sjálfan sig upp í að verða leiðtogi. Geri aðrir betur!


mbl.is „Norðurskautsmeistarinn“ heiðraður í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppflettingar í sjúkraskrám/lyfjagátt

Fillipia, ung stúlka, á grunnskólaaldri í Danmörku var brottnumin fyrir nokkrum dögum. Ég vil kalla þetta mannrán. Sem betur fer fannst hún á lífi, með "meðvitund" eins og sagði í fréttum og var flutt á sjúkrahús. Nú, nokkrum dögum síðar hefur einhverjum starfsmönnum téðs sjúkrahúss verið sendir heim, vegna þess að þeir flettu upp í sjúkraskrá stúlkunnar. Í þessu tilfelli var hægt að rekja hver fletti upp, og hugsanlega án heimildar. Uppflettendur gætu verið kærðir í málinu ef flettingarnar voru án ástæði. Heimild: www.bt.dk

Hvernig skyldi þessum málum vera háttað hér á landi?

A.m.k. er ekki hægt að rekja uppflettendur í lyfjagáttinni á Íslandi samkvæmt nýlegum fréttum hér.


mbl.is Spyr hvort kennitölum ráðherra hafi verið flett upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með afmælið Yoko Ono!

Tók eftir því í kvöld, laugardag 18.2. að kveikt er á Friðarsúlunni í Viðey, sem er listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon.

Óvanalegt er að kveikt sé á súlunni á þessum tíma. Slökkt er ár hvert 8. desember, daginn sem John var ráðinn af dögum.

En Yoko á afmæli í dag, sem sagt, 90 ára stórafmæli!


Þjóðarsauður kynntur á Alþingi

Háttvirtur þingmaður Flokks fólksins, Jakob Frímann, kynnti til sögunnar Þjóðarsauð Íslands. Nýtti hann sér sýnikennslu, með því að lyfta blaði með teikningu af sauðnum til útskýringar.

Var hann áminntur (kannski ávíttur?) af forseta Alþingis um að það stangaðist á við fundarsköp að sýna teikningar við ræðuhald.

Þingmaðurinn gerði þetta af góðum hug, þar sem hann veit að landsmenn, þ.m.t. þingmenn, skilja hlutina mun betur þegar útskýrt er með myndmáli.

Mér dettur í hug að það sé tilvalið að nota Þjóðarsauðinn undir þjóðarauðinn. Þ.e. það sem þjóðin getur nurlað saman og sparað. Tilvalið að slátra stórum hrút, fá færan aðila til að stoppa dýrið upp. Innyflin yrðu auðvitað nýtt í afurðir, enda stutt í Þorra með slátri, lyfrarpylsu og tilheyrandi.

Síðan er tilvalið að leita til nýsköpunarfyrirtækis til að finna upp skotheldan innri búk sem er jafnframt teygjanlegur, enda tútnar sauður út eftir því sem meira í hann er látið. Til að bæta betur í væri hægt að setja lög um að þeir sem hafa verið að tipla á tánum á Tene og væru með afgangs klink, yrði gert að skila því til Þjóðarsauðsins.

Við Íslendingar höfum alltaf öfundað Norðmenn af olíusjóð þeirra. Nú er komið að okkur, og við getum eignast okkar eigin ´olíusjóð´ ef við viljum.

Tilvalin staðsetning er í hvelfingu í Seðlabankanum hjá Ásgeiri. Enda er hann örlátur á háa vexti.

Þjóðarsauðnum mun vaxa ásmegin hjá Ásgeiri í Svörtuloftum.

En svona í lokin, veit einhver hver svokallaður gullforði Íslendinga er hár? Hefur mikið verið eytt af honum á undanförnum misserum. Veit að hann, ef eitthvað er eftir, er geymdur á Englandi.

 

 

 

 

 

 

 


Jólasíld Síldarvinnslunnar er frábært sælgæti!

Ég er aðdáandi síldar og hef oft keypt krukku með marineraði síld í matvörubúð. Mér hefur tvisvar sinnum áskotnast krukka með jólasíld Síldarvinnslunnar, sem er engu lík, æðislegt sælgæti. Ég hef nefnilega smá tengingu við Neskaupstað.

Eftir að hafa smakkað jólasíldina, komst ég að því hvað hrár laukur er líka góður. Nú nota ég meira að segja hráan lauk á rúgbrauðssneið og skelli skinkusneið ofaná. Hvað á maður að gera þegar engin jólasíld er í boði? Og þegar ég útbý hamborgara hef ég alltaf nóg af hráum lauk með. Og ég ét lauk sem smá snakk af og til. Já, maður verður stórfurðulegur í matarvenjum þegar þessa jólasíld skortir.

Stákar, þarna fyrir austan, plís! Getið þið ekki farið að selja jólasíld í áskrift fyrir jólin. Eða hreinlega komið þessu á markað. Þið mynduð mokselja þetta.

Baráttukveðjur til Neskaupstaðar!


mbl.is Uppskriftin leyndarmál en bragðið sagt einstakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BNA forsetar héldu þræla fram í rauðan dauðann

Tólf forsetar USA héldu þræla. Jefferson, þriðji forsetinn, var með flesta á sínum snærum, rúmlega 600 (minnir að talan hafi verið stutt frá næstu hundraðstölunni). Undafarna mánuði hafa margar styttur af mönnum í USA verið steypt af stalli, enda mennirnir tengst við þrælahald. Mér varð hugsað til þessara, eða nokkra, af þeim fyrstu forsetum sem voru þrælahaldarar. Mér var spurn: verður þeirra styttum steypt af stalli? Nú hefur það gerst, Jefferson hefur verið látinn fjúka.

Fyrsti forseti USA, George Washington, kom fast á hæla Jefferson hvað þrælahald varðaði. Hann hélt rúmlega 600 þrælum á sinni tíð.

Ekki löngu áður en Washington lést, í desember 1799, lét hann setja fyrirmæli í erfðaskrá sína, sem hljóðaði á þá leið að allir þrælar í hans haldi yrðu frelsaðir ...

Maður hefði haldið að þetta ákvæði hljóðaði á þá leið að þrælarnir yrðu frelsaðir eftir dauða hans. Nei ekki var það svo, heldur "frelsaðir eftir að eiginkona hans, Martha félli frá."

Nú er spurningin einfaldlega: verður Washington steypt, eða fær hann að standa?

 


mbl.is Stytta af Thomas Jefferson fjarlægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor-Veira-Vulcano - ég var ekki sannspá!

Í fyrra 2020, einkenndist fyrsti ársfjórðuungur af: vont veður (jan.) verkföll (feb.) veira (mars, þegar lokanir byrja). Í mínum kolli kom fram stanslaust sú hugsun að annar ársfjórðungur myndi einkennast af vori, veiru og eldgosi. Það gekk ekki allt eftir. Jú, vorið kom, veiran var þarna en ekkert 'volcano.'

Eldgosið kom ári seinna. Í rauninni getur enginn ráðið í tímasetninguna.

 


mbl.is Hugur Ölmu hjá jarðvísindamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband