- Og hananú -næsti leikur lífeyrissjóðanna verður ...

... auðvitað að tilkynna lífeyrisþegum að vegna þessa "góða díls" að skerðingarnar þeirra verða minni en ella. Annað væri móðgun og í versta falli sjálftaka í óþökk lífeyrisþeganna. Lífeyrisþegarnir KALLA á betri kjör lífeyrissjóðanna. En ekki neinar aulalegar skerðingar.

Í  góðærinu árið 2007 lækkaði t.d. VR félagsgjaldið úr einu prósenti niður í 0,7%. Þeir hafa sem betur fer ekki hækkað þetta aftur. - Myndi skammast sín fyrir að gera það. - En margir lífeyrisþegar VR bíða milli vonar og ótta um að sjóðurinn hækki félagsgjaldið aftur. Þeim væri alveg trúandi til þess.

En í stað þess að skerða lífeyrisþegana eiga þau að lækka launin við sig, sem og skerða hlunnindi æðstu stjórnenda og fara að huga að skera niður yfirbyggingu á sjóðnum: skera ... skera ...

Lífeyrissjóður sem tekur við lífeyrisgreiðslum frá láglaunafólki á ekki að státa sig af að ráða í vinnu til sín HÁlauna-menn sem fá glæsibifreiðar í kaupauka.

Það eru fyrst og fremst kröfur lífeyrisþega að sjóðirnir fari í arðsamar fjárfestingar. Helgarkaupin voru ekki slæm, enda gera þau ríkisfjármálunum gott, sem og gjaldeyrismálum landsins. 

Það er mikilvægt að allt það sem lífeyrissjóðirnir framkvæma, sé uppi á borðinu. Ekki bara kaup á skuldabréfum.

Almenningur þarf að setja sig meira inn í starfsemi lífeyrissjóða en verið hefur. Ekki bara að treysta á slíka sjóði, sem munu greiða þeim út mismunandi (feita) háar lífeyrisgreiðslur við starfslok.


mbl.is Lífeyrissjóðir kaupa skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég sný mér að  Ragnari73,á blogginu þar fær maður allt um lífeyrisjóði a.m.k. V.R. Sá lætur þá heyra það,enda þarft verk sem hann vinur fyrir okkur.   P.S. ertu búin að lesa skilaboðin til þín,frá mér?

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2010 kl. 02:30

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæl Helga, og takk fyrir þetta innlegg. Ég kíkji á Ragnar73. Kv. Inga

P.S. Hvert sendirðu skilaboðin til mín? Var það eitthvað fleira en þessi athugasemd?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 1.6.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband