Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Efast um áhuga Pútin á að funda hér á landi ...

vegna viðskiptabanns á Rússa af hálfu ísleneska ríkisins.


mbl.is Líta mögulegan fund jákvæðum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurfundur Trump og Pútín - góður kostur

Trump bregst mér ekki þegar hann velur Reykjavík sem fundarstað til að hitta Pútín. Fyrst þegar ég frétti af Trump á 8. áratugnum hélt ég að þessi maður væri bara algjör braskari. En eftir að hafa lesið eina bók hans, fékk ég innsýn í hans líf og störf. Sjá bóklestur minn á síðunni.

Trump fór ungur út í byggingar (samt ekki sem smiður) á íbúðum og hótelum sem urðu turnar í NYC og víðar. Hann hafði fetað í fótspor föður síns í þessum bransa. Og það sem hann hafði lært var að skila öllum byggingum í fullkomnu ástandi: fara yfir byggingarnar og sjá til þess að allt væri í lagi. Ekki skila neinum turni í slæmu ásigkomulagi.

Trump hefur verið í bygginga-business sem og margir aðrir. En hann hefur lært að gera hlutina betur en margir aðrir.

Frábært yrði að fá Trump og Pútín á leiðtogafund hingað til lands. Ég met Pútín mikils. Og Trump er skynsamur að boða til fundar utan USA og/eða USSR.

En ég er hrædd um að Pútín neiti að mæta til Íslands á fund við Trump vegna viðskiptabanns við Rússland af hálfu íslenska ríkisins. :(

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Trump vill funda með Pútín í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferð á Langjökul í dag lýsir græðgi ferðaþjónustufyrirtækis,

en sem betur fer, eru týndir túristar fyrirtækisins fundnir heilir á húfi. Farið var í vélsleðaferð, þrátt fyrir slæma veðurspá og illt ferðaveður. Þetta er ekkert nýtt. Hér fyrr í vetur ultu tvær rútur með túristum á Þingvallavegi með nokkurra vikna millibili. Veðurspár voru slæmar, en samt voru túristarútur á ferðinni. Með slæmum afleiðingum.

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru ekki góð til afspurnar þegar þau ferja túrista milli staða í afleitum veðrum með skelfilegum afleiðingum. Það er eithvað að þegar svona fyrirtæki ferja túrista á staði, þegar vitað er að veðurspáin er mjög slæm.

Kunningjakona mín er fararstjóri fyrir franska ferðamenn hér. Ég ætla að vara hana við að taka túra þegar veðurspáin er slæm. Hún tekur fastar vaktir yfir sumarið en á veturna er hún á útköllum. Efast um að hún geri sér grein fyrir íslenskri veðráttu yfir veturinn.


mbl.is Parið er fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband