Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Léleg þátttaka - það er spæling.

Hefði haldið að landinn hefði haft áhuga á  að kjósa til stjórnlagaþings með því að gta kosið um einstaklinga í þetta skiptið, í stað flokks.

Ég mætti á kjörstað um kl. 18 í kvöld með gerfi-kjörseðilinn í farteskinu. Það var engin biðröð sem beur fer. Ég var beðin um skilríki, sem ég afhenti og beðin um að brjóta ekki kosningaseðilinn saman.

Eftir að hafa fyllt út kjörseðilinn með 25 númerum af frambjóðendum, gekk ég að útgöngudyrunum í Laugardalshöllinni og renndi kjörseðlinum í þar til gerðan svaratan kassa. Þetta gekk ljúflega fyrir sig og ég skilaði mínum atkvæðum þarna. 

Stundum óska ég þess að maður geti kosið svona persónukosningu í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum. En það er ekki í boði.

Enda hef ég ekk kosið neinn flokk yfir mig s.l. áratug.

Sem sagt, í kvöld, var ég að kjósa í fyrsta skipti eftir áratugs pásu.


mbl.is Kosningaþátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt fyrir blinda - Vonandi þurfa þeir og við hin ekki að ...

... bíða lengi í biðröð fyrir utan kjörstaði á morgun.

Er amk búin að fylla út í hjálparkjörseðilinn og hef valið 25 manns á stjórnlagaþing.

Mér finnst spennandi að greiða atkvæði í svona kosningum. Hef látið það vera að kjósa yfir mig einhvern spilltan stjórnmálaflokk s.l. áratuginn eða svo, en það er önnur saga.

Ég notaði alls konar "þumalputtareglur" við að velja einstaklinga til stjórnlagaþings:

Fletti gegnum gagnið sem ég fékk sent í pósti með frambjóðendum. Þar sá ég nokkra einstaklinga sem mér leist á. Suma þeirra hafði ég góða reynslu af og málefnaskrá þeirra hugnaðist mér og þeir komast á kosningaseðilinn hjá mér.

Svo datt mér í hug að skoða frambjóðendur sem hefðu fyrir því að dreifa pésum um sig, að þeir væru í framboði. Skoðaði þetta og ég setti nokkra þeirra á vallistann hjá mér, þ.e. frambjóðendur sem höf'ðu fyrir því að senda mér pésa í póstkassann, dreifa þeim í Kolaportinu eða auglýsa sig í Fréttablaðinu.

Og í kvöld valdi ég 5 síðustu frambjóðendur á listann með því að fletta afturábak í kosningablaðinu. Reyndar setti ég einn aðila á blað hjá mér, en sem ég hafði ákveðið að kjósa ekki, en eftir að hafa heyrt viðtal við viðkomandi á Rúv, sem var með viðtal við alla frambjóðendur, ákvað ég að setja kallinn á blað, vegna þess að viðkomandi er mjög málefnalegur og hefur mikla þekkingu í stjórnsýslunni og skyldum málum.

Er með amk einn nýbúa á skránni hjá mér. Hann er málefnalegur og er ég málkunnug honum og hef mikið álit á einstaklingnum, sem er Ítali. Setti einnig dagmömmuna á blað, en ég þekki hana sem einstakling með skoðanir og mikla valkyrju. 

Ég get fært rök fyrir að ég held öllum sem ég ætla að kjósa á morgun.

Það eru margir kallaðir, en fáir útvaldir.

En ef þú ert í vafa um hvaða einstaklinga þú átt að kjósa: gerðun bara eins og kallinn sem ég hitti í gær: hann ætlar bara að kjósa fallegustu konurnar sem eru í framboði.

Óákveðnar konur geta gert slíkt hið sama: kjósa bara flottustu kallana sem eru í framboði.


mbl.is Eyðublöð fyrir aðstoðarmenn send kjörstjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda ekkert betra að gera í miðri kreppu :)

Ég orða þetta svona í gamni, en fljótlega eftir hrun, nefndi ég það við ungan kunningja minn að fæðingartíðnin yrði mjög líklega há á Landspítalanum eftir 9 mánuði. Enda hefði fólk lítið annað að gera en að búa til börn í svartnættinu og óvissunni sem hrunin fól í sér. Og viti menn? Ég man eftir fyrirsögn í Fréttablaðinu um að metfæðingarfjöldi hefði orðið á Landspítalanum í júlí 2009. Því miður hélt ég ekki eftir þessari frétt Fb. sem blaðaúrklippu.

En kreppan er á fullum snúningi núna og það er einstaklega ánægjulegt að menntamálaráðherra okkar eigi von á sér, og óska ég henni góðs gengis.

Og skv. fréttinni á Mbl.is er þetta í fyrsta skipti á Íslandi sem ráðherra verður barnshafandi. Var bara ekki kominn tími til? Það er greinilega búið að yngja upp í liðinu. Eða stafar þetta af því að fleiri konur eru ráðherrar nú til dags, en tíðkaðist hér fyrr á árum?

Man einhver eftir því að karlkyns ráðherra hér fyrr á árum yrði faðir á meðan á ráðherratíð hans stóð? Gaman væri að heyra frá einhverjum, ef það er staðreynd.

En ég man alltaf eftir viðtali við fyrrverandi Alþingismann (veit ekki hvort þingmaðurinn var einhvern tíma ráðherra), en þegar hún var forseti Alþingis, og stjórnaði þar með fundum þar, þurfti hún einu sinni að fresta þingfundi af því að hún fékk meðgönguógleði á miðjum fundi. Þetta var Ragnhildur Helgadóttir, að því er mig best minnir. Var hún ekki annars þingmaður Alþýðubandalagsins?

Endilega leiðrétta mig, ef mig misminnir.

En óska núverandi Katrínu Jak. velgengni á meðgöngunni og vonandi lendir hún ekki í neinni bókstaflegri ógleði, þegar hún þarf að taka til máls á Alþingi á næstunni. Enda lenda ekki nærri því allar konur í því að þjást af ógleði, þótt að þær gangi með barn.

 


mbl.is Menntamálaráðherra á von á barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú, nú, voru þetta ekki 20 þúsund heimili?

Ég hef verið í þeirri trú að heimili í greiðsluvanda væru 20 þúsund talsins, eftir að hafa verð að hlusta á og lesa fjölmiðla síðustu misserin. En eru það ekki bara gleðitíðindi að heimili í greiðsluvanda séu bara tæplega 11 þúsund.

En mig grunar að þeir sem hafa verið að fjalla um málefnið undanfarið noti ekki sömu viðmið. Skýrsla sérfræðingahóps miðar kannski við þá sem eru bara í vanskilum við Íbúaðalánasjóð og banka vegna íbúðakaupa.

Hér er kannski ekki tekið í reikninginn greiðsluerfiðleikar vegna kaupa á bifreiðum, sumarhúsum, utanlandsferðum, listaverkum, flatskjám og öðrum lausafé. Nú og fyrir utan námslán?


mbl.is 10.700 heimili í greiðsluvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær spurninga "keppni" á mbl.is - Daglega nýjar spurningar.

Ég tók eftir í fyrrakvöld að mogginn er kominn með svokallaða spurningakeppni, svona
"trivia" spurningakeppni. Þar sem maður getur kepp við sjálfan sig. Og maður getur meira að segja sent árangur síns inn á Facebook.

Tók fyrst þátt í þessu í gær, miðvikudag. Hafði 5 rétta af 10. Datt þess vegna ekki hug að senda þetta inn á fésbókina.

Svaraði spurningum líka í kvöld, en árangurinn var ekki góður: 4 af 10. Ekkert til að státa að. Enda ekki mikið inni í dægurmálum og þannig.

En margir hafa gaman af spurningaleikjum, og ég var einmitt að lesa gamalt íslenskt tímarit hér í vikunni sem hafði að geyma spurningaleiki.

Ein spurningin hljómaði svo:

"Hvorir fundu upp smjörlíkið, franskir eða brezkir efnafreæðingar?"Og önnur svo:


"Hvor fann upp hljóðritann, Edison eða Marconi?

Og gettu nú?


Er Jóhanna "shit" og er á leið "úr" kjörtímabilinu?

Skv. fréttinni á mbl.is var Jóhanna í ítarlegu viðtali við mbl. Hún boðar samráð við sjálfstæðismenn og gagnrýnir stjórnarandstöðuna fyrir skort´á hugmyndum um viðrein atvinnulífsins.

En skv. fyrirsögn þessar fréttar á mbl.is hélt ég hreinlega að Jóhanna væri að ganga út skaftinu: en þar segir: "úr kjörtímabilið" og hélt að orðið "sit" væri innsláttavilla á enska orðinu "shit". Sen sagt, "shit, hún væri á leið út úr kjörtímabilinu."

Málfar fréttamanna hér á mbl.is fer því miður hnignandi. En vonandi fá þeir tækifæri til að þroskast.  En vinnubrögðin á mbl endurspegla einfaldlega stöðu fyrirtækisins: ekki er til fjármagn til að ráða reynda blaðamenn, né þjálfa nýliða í blaðamennsku til að öðlast færni í íslensku máli.


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður veit aldrei hvenær hvenær maður sjálfur þarf að gerast atvinnumótmælandi.

Ég er hlynnt mótmælum almennings þetta haustið eins og hin 73 prósentin.

Hef sjálf ekki haft tíma til að stunda kerfisbundin mótmæli. En ég minnist mótmælanna á Austurvelli f. ca. mánuði síðan þegar konan fór inn í Landsbankann og mótmælti afgreiðslu hans, henni í óhag.

Þá átti ég leið um Austurstrætið (og dauðsá auðvitað eftir að hafa skilið myndavélina eftir heima). En ég þurfti að borga reikning og kom að aðalstöðvum Landsbankans í Austurstræti þar sem að tröppur bankans voru uppfullar af lögreglumönnum. Allt í kring stóð múgurinn. Það fauk í mig.

Greinilega var almenningi varnaður inngangur í bankann. Ég ávarpaði næsta lögreglumann sem stóð í einni tröppunni og spurði hvað væri eiginlega í gangi, ég þyrfti að komast í bankann til að borga reikning.

Lögginn gaf mér engin vitræn svör við spurningunni en benti mér að að fara í næsta banka. Sem og ég gerði. Það er hægt að borga þessa reikninga í hvaða banka sem er.

Fyrir utan þann banka (Búnaðarbanka í Austurstræti aka Kaupþing banki, aka KB banki, eða hvað hann heitir í dag),  frétti ég hjá vegfarendum hvað hefði verið í gangi Í Landsbankanum: kona sem var ósátt við afgreiðslu bankans gagnvart sínum málum versus öðrum aðilum, sem ég man ekki deili á (en þetta voru held ég fyrrverandi eigendur eða útrásarvíkindar sem höfðu fengið niðurfellingu lána, að ég held) og sem í kjölfarið hafði hátt inni bankanum og var dregin út af öryggisvörðum.

Í viðtali við einhverja fréttamiðla á staðnum þarna fyrir utan Lansann, sagði konan að hana langaði helst til að kasta eggjum í bankann, en hún hefði ekki efni á eggjum. Einhver snarráður blaðasnápurinn var fljótur að hugsa, rétti henni þúsund kall;  konan fór og keypti egg, kom aftur og kastaði eggjum í bankann.

Þetta var eftirminnileg för í Lansann, fyrir utan eitt skipti rétt eftir hrun 2008. En það er spurning um hvað verður í framtíðinni. Fólk er greinilega ekki sátt við afgreiðslu sinna mála og allra síst mismunun eftir þjóðfélagsstöðu.


mbl.is Mikill meirihluti hlynntur mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Ögmundi!

Er búin að hlusta á orðræðu undanfarið á öldum ljósvakans um að ríkisstjórnin ætti að víkja og að forsetinn ætti að skipa utanþingsstjórn. Er ekki hlynnt því. Aðilar í núverandi ríkisstjórn buðu sig fram á sínum tíma til að taka á þjóðmálunum eftir hrunið. Síðustu kosningar kostuðu sitt, og það verður að nýta það fjármagn til hins ítrasta. Ögmndur talar út úr mínum munni, þegar hann segir að [ríkisstjórnin verði að] "horfast í augu við erfiðleikana"og að það litla fylgi sem stjórnin hefur núna, lítur hann á það sem áskorun um að gera betur. Það er einmitt málið.
 
Íslendingar kusu síðast, þeirra var valið. Þeir sem buðu sig fram komust til valda. Og núna eru þessir aðilar á launum hjá okkur Íslendingum. Mikilvægt er að þessu fólki verði gefið tækifæri til að vinna vinnuna sína. Við erum óþolinmóð, ef okkur finnst ekkert ganga. 
 
En þeð hefur vissulega áhrif að gagnrýna stjórnvöld, ef þau eru að skila litlu, sem engu að mati margra.
 
En nýjar kosningar kosta bara meira pening og hærri skatta. Það er skynsamlegast í stöðunni að kosnir fulltrúar til Alþings taki á honum stóra sínum, í eitt skipti fyrir öll. Gefum þeim sjéns.
 
Nú ef ekki, þá eru þau úti í kuldanum í næstu Alþingiskosningum. Eða hvað?

mbl.is Vælir ekki undan slöku gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband