Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Gos-áhugafólk klæði sig vel - áður en það heldur á gosstöðvarnar.

Tvær ungar konur létust eftir göngu á Fimmvörðuháls fyrir um 40 árum. Þær urðu úti, eins og það er orðað. Ég var auðvitað löngu búin að gleyma þessu atviki, þar til það var rifjað upp nú í vikunni.

Ég man eftir að hafa heyrt þetta í fréttum á hvítasunnu þegar ég var unglingur. Þá var ég stödd úti á landi hjá afa og ömmu. Á þeim tíma fóru engar fréttir framhjá manni: afi og amma hlustuðu alltaf á fréttirnar, og ég auðvitað líka.

Ég man alltaf eftir sársauka eftir að hafa hlustað á fréttirnar af þessu unga fólki sem fór á Fimmvörðuhálsinn á Hvítasunnu og að ungar konur urðu úti þarna. Það sem situr fast í mér er að þær voru í plaststígvélum. 

Þeir sem ætla í ferðir á íslenska hálendið, eiga hvorki að hugsa um neitt pjatt né tísku. Bara klæða sig vel frá skó til höfuðs, þótt þeir líti út eins og útilegumenn eða fjósaguddur í múnderungunni.

Bara klæða sig vel, vel vel - og hafa jafnvel aukafatnað, ef burður leyfir.

Ég segi bara fyrir hálandafara: ekki deyja úr kulda og vosbúð vegna tísku, galgopáháttar eða hvers konar pempíuháttar í klæðaburði.

Fólk langar til að skoða eldgosið, en það verður að  laga sig að íslenskum veðuraðstæðum í slíkum Íslandsferðum að vetri til. Þótt að vorið sé komið á dagatalinu, þá er veðurguðinn aldrei skynsamur og á það til að taka sinn toll.


mbl.is Margir komnir í Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brask Bakkabræðra orðið alræmt - Kauphöllin verður fórnarlamb brasksins á komandi árum, sem og v. brasks annarra ísl. fjárglæframanna.

Kauphöllin er núna hjómið eitt, eftir efnahagshrunið hér á landi haustið 2008. Þeir sem áttu viðskipti með hlutabréf í höllinni á árunum fyrir hrunið, og á ári hrunsins, munu hafa lítinn áhuga á að fjárfesta í hlutabréfum íslenskra félaga. Íslenskir athafnamenn, sem ég kalla "íslenska fjárglæframenn" og sem skráðu félög sín í Kauphöllina á s.l. áratug hafa skaðað íslenskan fjármálamarkað svo um munar. Þeir sem fjárfestu í íslenskum félögum á s.l. árum, koma í fæstum tilfellum með að treysta á félög sem verða skráð í íslensku Kauphöllina hér eftir. Þess í stað munu margir þeirra snúa sér að erlendum félögum skráðum í kauphöllum í New York og annars staðar.

En eftir örfá ár, kemur ný kynslóð inn, sem er á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri í dag, og sem mun láta glepjast af gylliboðum næstu kynslóðar fjárglæframanna; og er ekki loku fyrir það skotið að sömu aðilar og sem léku stórt hlutverk í íslenska efnahagshruninu 2008, eigi eftir að leika hlutverk í næstu uppsveiflu sem næsta kynslóð gleypir við - og sv o einnig leika hlutverk í næstu niðursveiflu eftir áratug eða svo. 

Það er eðli hlutabréfamarkaðarins að fara upp. Svo niður. Þessi markaður er aldrei skynsamur. En þeir sem hafa tapað á honum undanfarið hafa tekið til fótanna. En það sem markaðurinn græðir á, er að það koma inn nýjar kynslóðir sem auðvelt er að glepja, og sem hafa ekki þegar brennt sig. Þess vegna fara hlutabréfamarkaðir aftur upp.

Þó að íslenska Kauphöllin hafi tapað á íslenskum bröskurum í hlutabréfum undanfarið, veit hún innst inni að aðstæður munu breytast til batnaðar með komandi kynsóðum. En lifir hún það af, af einhverju viti? 

En nú er bara spurningin um hvernig við getum komið vitinu fyrir afkomendur okkar og hvort við getum forðað þeim frá "glópagullinu" sem næsta kynslóð braskara lofar væntanlegum kaupendum eftir að hafa keypt sér aðgang að íslensku Kauphöllinni.


mbl.is Kauphöllin gagnrýnir fyrir hugaða breytingu hjá Bakkavör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður dagur hjá sjúkraliðsmanni - og öruggari ferðamáti fyrir djammskvísurnar.

Það jákvæða við fréttina, að öllu gamni sleppt,  er að það hafa verið fá slys/útköll hjá þeim breska umrætt kvöld. Hvaða heilbrigður karlmaður myndi ekki bjóða ungum og föngulegum konum far á djammið, þar sem það var svo lítið að gera, hvort sem var. Kannski bjargaði hann mannslífum þarna, því stelpurnar hefðu allt eins getað þegið far hjá einhverjum krimma, eða jafnvel raðmorðingja.

En auðvitað er sjúkraliðskarlinn í fullum órétti hér og á ekkert með að vera að skutla skvísum á djammið á stofnanabíl.

En svona er mannlífið, sem tekur á sig margar myndir og oft þegar starfsmaður stofnunar misnotar aðstæður, tól og tæki, til að upphefja sjálfan sig. Mér dettur helst í hug, á þessu augnabliki, þegar að fyrrverandi múrari (eða var hann ekki annars múrari) sem gerðist bókari, og fór að millifæra stórar upphæðir út úr reikningum Símans til litla bróður, sem rak ásamt félaga sínum, ýmis félög hér, þar á meðal bari og annað. Það mál tengdist djamminu líka. - Það sem ég sé í þessu er að svona karlmenn sem eru að misnota aðstöðu sína, gera þetta til að sýna ákveðið vald sem þeir hafa; yfir sjúkrabíl eða fjármunum.

Sumir karlmenn halda að þeir þurfi að gera svo stóra hluti til að ganga í augun á hinu kyninu. Þeir fatta bara ekki að það er kannski nóg að bjóða konu í pikknikk (lesist = lautarferð), eða í gönguferð meðfram ströndinni eða upp í Heiðmörk. - En hver og einn hefur sína aðferð, til að sýnast mikill kall. Og þetta með sjúkrabíls-skutlið, er bara líklega enn eitt dæmið í safnið, hvað karlpeningurinn kann að taka uppá á rólegri vakt sinni í amstri dagsins. 


mbl.is Sjúkrabíll skutlaði stelpum sem voru að fara út á lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak hjá Öskubusku.

dress.gifÉg er hlynnt því að fólk kaupi sér notuð föt/skó og hef smá reynsu af því. Versla stundum í Kolaportinu og þar hef ég fengið fínar flíkur, sem hafa kannski bara verið notaðar í örfá skipti. Og ég hef líka fundið þarna skó og stígvél, nánast ónotuð fyrir 1000 kall.

Ég veit að það er mikil eftirspurn eftir notuðum fötum í þjóðfélaginu og það er af hinu góða að við fáum núna Öskubuskuvef. Ég á eftir að skoða hann nánar, en þetta er slóðin http://oskubuska.notando.is/


mbl.is Notuð föt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju heita svona félög ekki bara "Skrum" ?? - Er ísl. ríkið betra eða fer það í þrot á næstunni?

bullmarket_972123.gifHér er 2007 væðingin í algleymingi: af hverju skuldar eitthvað "skrum" félag 47,6 milljarða?

Jú, líklega átti félagið í viðskiptum við íslenskan einkabanka, og kannski var sá banki til í að lána "skrum" félagi ef það keypti hlutabréf í bankanum, með veði í bréfunum. Án þess þó að ég viti það, af hverju eitthvað félag úti í bæ geti komið sér í þvílíkar skuldir, án þess að eiga nokkuð.

Við eigum líklega eftir að heyra meira, og meira kannski, frá þessari svokölluðu "2007" væðingu. Ég kalla þetta "loftfimleika" - Þeir sem stökkva sem hæst koma yfirleitt harðast niður á nefið á sér. - En ég man alltaf eftir að Gunnar á Hlíðarenda hafi getað stokkið hæð sína í loft upp. En getur einhver frætt mig á því hvar Gunnar endaði (ég er búin að gleyma meginsöguþræðinum í Brennunjálssögu).

Ég hef einu sinni á ævi minni séð karlmann stökkva hæð sína í loft upp; þar var í landi við Miðjarðarhafið. Hann stökk upp, í bræði, reiði, eftir að hafa tapað. Ekki fyrr. - Stökkið hjá þessum manni orsakaðist reyndar af árekstri sem hann lenti í, bíllinn í klessu, og hann með enga tryggingu.

Við viljum tryggingu þegar við leggjum peninga okkar inn á banka, og við tryggjum bílana okkar, ef þeir skemmast í árekstri. Kannski fæst þetta greitt (að hluta ef illa fer), en af hverju voru bankar að lána "skrum" félögum í 2007 væðingunni?

Jú, því að allir trúðu því að allir væru að fara að græða. En það sem við erum ekki tilbúin til að skilja, er að markaðir eru ekki skynsamir. Þó að okkur finnist að allt eigi að hækka. Þegar markaðir hafa farið upp í einhvern tíma, þá hrynja þeir með álíka látum og " skrumfélögin" hér á landi.

En hvaða banka á almenningur hér á landi að treysta núna? Erlendir aðilar hafa verið að yfirtaka íslensku bankana í hrönnum. Vinna þeir á einhvern annan hátt en aðilar fyrir hrun? Ég set spurningu við hvort óhætt er að eiga einhvern aur í íslenskum banka í dag.

Einn kunningi minn orðaði þetta svo, að "þó að maður færði sinn pening af bankareikningi yfir í ríkisskuldabréf, þá gæti maður allt eins orðið fyrir því að Steingrímur Hermannsson, með einu handtaki, yfirtæki þetta til ríkisins" - Já, já, enda er stóra spurningin núna: verður Ísland gjaldþrota nú á næstunni?

Fólk her úti í samfélaginu er upp til hópa hrætt, ringlað og í gjörsamlegri óvissu með sitt. Það er að reyna að semja um skuldir vegna lána í erlendri mynt, en fær engin svör um hvort það verði rukkað eða skattlagt, ef það fær niðurfellingu á hluta lána.

Mjög margt fólk er að upplifa algjöra "kaos" í lífi sínu þessa dagana, þ.e. ringulreið. Þá á eg við fólk sem má ekki vamm sitt vita í fjármálum og hefur alltaf staðið við sitt.

Heiðvirkt fólk er hreinlega að upplifa sjálft sig sem "algert skrum" í samfélaginu í dag. Þá á ég við fólk sem tók kannski meðal húsnæðislán, eða lán með veði í sinni eign, en ekki lán uppá 50 millur.

Það var greinilega búið að vera mikið að í bönkunum, og heldur þetta áfram? Er kannski ekki kominn tími til að stofna nýja banka hér í þjóðfélaginu?


mbl.is Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kom ísjakinn? Notar hann aðflutann jaka, eða staðbundinn? Er verkið náttúruvænt?

picture_142.jpg

Vonandi tekst listamanninum ætlunarverk sitt. En er hann með aðfluttan ísjaka þarna? Eða hvað? Því fram kemur í fréttinni að lítið hafi verið um ís í umræddu þorpi. Ekki vissi ég t.d. að það þyrfti ísjaka á hafi úti til að beita hundum fyrir sleðana. Hélt að þeir færu um á hundasleðunum á þurru landi.

En vonandi getur einhver Grænlandsfræðingur frætt okkur Íslendinga um þetta.

Ég er meira fyrir að túlka náttúruna, hér og nú, og hef gaman að taka alls konar myndir, sérstaklega veðurmyndir. Maður tekur mynd, og eftir augnablik, breytist myndin, því veðrið er ekki kyrrt og er aldrei skynsamt (lesist = ótútreiknanlegt, nánast. Frekar ern ísjaki á reki - Á þessari mynd má sjá ákveðið skýjafar í bland við reykinn sem barst frá brunanum í Höfða, þegar kvikaði í því fræga húsi.

 

picture_148.jpgÞessi mynd er tekin nokkrum mínútum eftir fyrri myndinni, hér reyndar út um glugga á strætí, en þetta var í fyrra (eða var það í hitteðfyrra, þegar kvikanaði í Höfða, en ég var á leiðinni þangað þegar ég tók þessar myndir.

 

Þennan dag breyttist skýjafar fljótt, enda varð verðrið vitlaust eftir að ég komst nær Höfða, þar sem kvikanaði hafði í, en ég náði að skýla mér undir vesturvegg Kaupþings ... maður hafði á tilfinningunni að kannski hafði þessi gamli banki kanski einhvern lokatilgang sem skýli, eftir að hafa tapað nokkrum hlutum sínum í honum.

 

En Höfði brann þarna, þar sem logaði greinilega glatt í honum þarna undir þakinu, og manni stóð hreinlega ekki á sama um þetta sögufræga hús, þar sem ég skýldi mér í nepjunni  við vesturgafl Kaupþings, enda skall þarna á þvílík suðaustan úrkoma, þegar hér var komið við sögu.

 

En þarna börðust slökkviliðsmenn við erfiðan bruna og eiga heiður skilið fyrir að hafa bjargað Höfða frá hruni. Gerir aðrir betur.  Þetta er list út af fyrir sig. A.m.k. mikill gjörningur.

picture_157_971910.jpg

 

En málið er, að náttúran sjálf er listaverk út af fyrir sig, hvort sem um er að ræða aðfluttan ísjaka, reyk vegna bruna, skýjafar vegna veðurs: maður verður að grípa augnablikið, á sama hátt og listamaður sem ætlar að grípa augnablikið á Grænlandi, því að ísjaki leysist upp hratt, nánast eins og reykur eða veðrið.

En svo stendur eftir, spurningin um hvor listaverkið sé náttúruvænt? Hvað verður sett á jakann sem veður eftir þegar jakinn hefur bráðnað. Enn meira rusl sem sekkur í sæ? Jæja, ég ætla ekki að orðlengja þetta ...

 

En fallegustu listaverkin eru sköpuð af náttúrunni, þau staldra stutt við, bráðna fljótar en ísjaki og skilja ekki eftir sig neitt járnarusl. Síðasta myndin í þessari syrpu tók ég af sólarlaginu seint í september 2009:

 

picture_181_971912.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is List á ísnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En mikil breyting til skamms tíma litið - Mörg "kreppubörn" fæddust í fyrra.

Ég spáði því að eftir bankahrunið hér í lok september, byrjun október 2008, að þá yrði sprengja í barnsbæðingum 9 mánuðum síðar. Það varð staðreyndin, því að mikið var að gera á Fæðingardeildinni hér um mitt síðasta ár (þó að ég geti ekki stuðst við heimildir í þessu stutta bloggi), þar sem met var slegið í barnsfæðingum. En ég las um þetta í fréttum í Fréttablaðinu s.l. sumar.

Ég man líka eftir rafmagnsleysi hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir mögrum árum, þar var í október að mig minnir, og ég tók þá líka eftir því að met var slegið í fjölda barnsbæðinga 9 mánuðum síðar.

En ef þú skoðar fæðingartölurnar í fréttinni varðandi lifandi fædd börn, að þá fæddust 147 fleiri börn 2009 en árið áður. Þetta eru merkilegar tölur og gefa kannski ákveðna vísbendingu um eitthvað. A.m.k. fjölgun, á stuttu tímabili. Og ekki skal gleyma því að mikill fjöldi fólks flutti frá landinu árið 2009.

 

ttdj.gif

En það er alltaf gaman að leika sér með tölur - og skemmtilegast að leika sér við börn ...l


mbl.is Lítil breyting á fæðingartíðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaður 'hrækir' á eina ákveðna starfsstétt á Íslandi. Hvað kemur næst?

Þegar þingmaður leggur til að setja beri lög á ákveðna starfsstétt, þ.e. flugumferðarstjóra, það að þeir geti ekki farið í verkfall, dettur mér í hug refsingar gagnvart þeim verkalýðsstéttum sem voguðu sér að fara í verkföll hér fyrr á árum. Þeim aðilum var refsað.

Hverjum dettur í hug að fara mörg ár aftur í tímann? Nema hverjum? Jú, þingmanni. - Þegar verkamenn hér fyrr á árum (þó að ekki sé hægt að bera það saman við kjarabaráttu flugumferðarstjóra í dag) sem höfðu ekki fasta vinnu, og sem mættu niður á höfn hér í Reykjavík til að snapa sér verkefni við upp- eða útskipun, þá hafði viðeigandi verkstjóri þann háttinn á við ráðningu þessara manna, að hrækja í áttina að þeim einstaklingum, sem hann ákvað að ráða til verksins í það og það skiptið.  

Mér dettur helst í hug að þingnaðurinn Kristján Þór eigi hagsmuna að gæta í fluginu og láti þess vegna þessi orð falla. Þessu má lýkja við að þingmaðurinn sé einfaldlega að hrækja á flugumferðastjórana, eða amk. það sem þeir eru að berjast fyrir, og noti hrákann til að sýna óvirðingu sína fyrir þessari starfsstétt og eru að "skaða" hagsmuni á Íslandi. 

Ég veit ekki betur en að í dag sé borin virðing fyrir starfsstéttum sem þora að halda uppi stéttabaráttu.

Verkfallsréttur er verkfallsréttur. Það er sorglegt að sitjandi þingmaður reyni að koma í veg fyrir almenna verkalýðsbaráttu fyrir bættari kjörum. -

Það væri fróðlegt að vita í hvaða félögum téður þingmaður á? Í hvaða félögum á hann sem tengjast fluginu og eða hvers konar ferðaþjónustu. Getur einhver svarað því og birt þær upplýsingar hér í athugasemdum við þessu bloggi?


mbl.is Vill lög á flugumferðarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki friður fyrir peningaplokki, fyrir þá sem vilja kjósa um Ice-Save.

Nú á að véla fjölskyldur og einstaklinga þessa lands til að kaupa sér yfirvaraskegg, sem lið í að styðja við átak Krabbameinsfélagsins um karlmenn og krabbamein. Vonandi verður næsta söfnun átak gegn því Ice-save krabbameini sem margir Íslendingar eiga eftir að þjást af. Í gegnum tíðina, og söguna, fannst okkur mesti hryllingurinn atlaga Hitlers gegn Gyðingum. Karlmenn meö yfirvaraskegg (lesist: hormotta) minna mig alltaf óneitanlega á Hitler og hyski hans og aðgerðir.

Kannski fer því í loftið einn góðan veðurdag, söfnun fyrir íslensk Ice-Save fórnarlömb, barmmerki í líki yfirvaraskeggs, sem er frostbarið; ísilagt (Icebound), eða þannig.


mbl.is Skeggnælur seldar á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föngum er ýmislegt til lista lagt, eða þannig ...

Ég átti samtal í dag þar sem þessi strokufangi kom við sögu, ásamt öðrum föngum. Ég nefndi í þessu samtali að þessir "gæjar" væru engir asnar og væri ýmislegt til lista lagt. Þeir eru handlagnir og hefðu örugglega viðskiptavit, og allt svoleiðis. En það væri bara fanga til hindrunar að mæta ekki í grjótið eftir útivistarleyfi.

 

aprisoner_967193.jpg

Og eftir að hafa hugleitt þetta nánar í kvöld, þá gerði ég mér fyrir því að fangi á við Guðbjarna, væri kannski ekki svo "klár," því að hann hugsaði greinilega ekkert út fyrir "kasann." Hugsunin snérist greinilega bara um að fá að faraút, 'og koma ekki til baka' (sem sagt verða óþægur sem er andstaðan við þá hegðun sem fanginn sýndi í fangelsinu), án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Sem sagt, Guðbjarni pældi bara í því að vera 'góður fangi' til að komast út, en hann var ekki nægilega klár til að gera sér grein fyrir afleiðingunum: hvaða neikvæðu áhrif strokin hefðu fyrir vini og vandamenn.

Afleiðingarnar eru þær í fyrsta lagi að ef vinir og vandamenn hilma yfir með fanga, fá þeir á baukinn. Og ef fanginn næst aftur í grjótið, missir hann 'vildarpunkana sína' og lendir í einangrun til að byrja með.

Það er miklu skynsamara fyrir þessa gæja, sem hafa lent í grjótinu, að sýna stillingu, og fá að launum umbun, t.d. með því að fá að fara út í heimsókn til ættingja eða vina, og skila sér svo til baka.  Ef þeir gera það, fá þeir svona útivistarleyfi með sanngjörnu millibili. Dæmdir í nokkur á Hrauninu geta verið lengi að líða en eru miklu fljótari að líða ef fangar fá að njóta útivistar. Og þeir sem haga sér best, geta í mörgum tilfellum fengið reynslulausn fyrr en aðrir sem eru í ruglinu og haga sér illa.

En það verður svo að koma í ljós hvort þeir fangar sem fá reynslulausn fljótlega, eigi eftir að standa sig í lífinu eða fari aftur í sama gamla farið hvað varðar glæpsamlega starfsemi.

Ég hef á tilfinningunni að ástæðan fyrir því að Guðbjarni gaf sig fram í dag, er að hann hafi verið beittur miklum þrýstingi frá vinum og kunningjum sem þurftu greinilega að þola húsleit lögreglu vegna 'vanskila' fangans á sjálfum sér.

Þetta sýnir mér að Guðbjarni er a.m.k. ekki svo vitlaus eða ruglaður að hann taki ekki tiltali. En vonandi á hann eftir að læra að hugsa aðeins "út fyrir kassann" þegar til lengri tíma er litið.

Vonandi á þessi Litlahrauns-strákur eftir að ná áttum í lífinu og fatta að hann er það klár að hann getur hagnast á öðru en því sem er ólöglegt.

 


mbl.is Fanginn gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband