Bloggfærslur mánaðarins, október 2021

BNA forsetar héldu þræla fram í rauðan dauðann

Tólf forsetar USA héldu þræla. Jefferson, þriðji forsetinn, var með flesta á sínum snærum, rúmlega 600 (minnir að talan hafi verið stutt frá næstu hundraðstölunni). Undafarna mánuði hafa margar styttur af mönnum í USA verið steypt af stalli, enda mennirnir tengst við þrælahald. Mér varð hugsað til þessara, eða nokkra, af þeim fyrstu forsetum sem voru þrælahaldarar. Mér var spurn: verður þeirra styttum steypt af stalli? Nú hefur það gerst, Jefferson hefur verið látinn fjúka.

Fyrsti forseti USA, George Washington, kom fast á hæla Jefferson hvað þrælahald varðaði. Hann hélt rúmlega 600 þrælum á sinni tíð.

Ekki löngu áður en Washington lést, í desember 1799, lét hann setja fyrirmæli í erfðaskrá sína, sem hljóðaði á þá leið að allir þrælar í hans haldi yrðu frelsaðir ...

Maður hefði haldið að þetta ákvæði hljóðaði á þá leið að þrælarnir yrðu frelsaðir eftir dauða hans. Nei ekki var það svo, heldur "frelsaðir eftir að eiginkona hans, Martha félli frá."

Nú er spurningin einfaldlega: verður Washington steypt, eða fær hann að standa?

 


mbl.is Stytta af Thomas Jefferson fjarlægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband