Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Verðum að sporna gegn netfýkn barna okkar.

Nei, þetta er ekki rétt fyrirsögn: við verðum að sporna gegn eigin netfýkn, ef við erum haldin henni. Eða er það svo? Það er meira en sorglegt að lesa fréttina um hjónin í Suður-Kóreu sem sultu barn sitt í hel vegna þess að þau voru svo upptekin við að leika sér á netinu - með annað barn!

Ef fólk er farið að vanrækja eigin börn, vegna netfýknar, þá erum við í vondum málum. Þetta er á við drykkjufíknina: í því ástandi eru börnin vanrækt. 

Hvað skal segja? Ef þú ert haldinn netfýkn kemur það niður á barninu. Ef þú ert haldinn drykkjufýkn, kemur það niður á barninu.

En við verðum líka að passa upp á að börnin okkar verði ekki háð netinu og verði hvers konar netfýklar. Því að lífið býður uppá svo margt annað en það að lifa í netheimum.


mbl.is Vanræktu eigið barn fyrir sýndarbarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttar sig á ástandinu

Það er virðingarvert af oddvita Sjálfstæðisflokksins að segja af sér. Flestir oddvitar flokksins eru í afneitun, eins og oddvitar annarra flokka. Það sýnir styrk og hreinskilni hjá oddvitanum að taka af skarið eins og málin standa núna.
mbl.is Sigrún Björk segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnalegt að halda að "gæti stefnt í byltingu" - byltingin er þegar hafin og það er

ennþá brnalegra að halda að það verði ekki bylting ef 'stóru flokkarnir' skoði ekki nafnalnn á sér. Þetta er hlægilegt.

Heldur einhver að ef einhver af 'stóru flokkunum' kíki á naflann á sér, að þá verði ekki bylting? Byltingin er þegar hafin. Þetta byrjaði með búsáhaldabyltingunni. Þetta var bara byrjunin. En ekki taka þetta sem að ég sé "að snabba einhvern fæghting." Ef stjórnmálamenn halda að landsmenn hætta að mótmæla, þó að þeir komi með kosningaloforð, þá treystir almenningur einfaldlega ekki á stjórnmálamenn í dag. Hvorki á þá sem bjóða sig fram í sveitastjórnakosningum né til Alþingis.

Mótmælum er hvergi nærri lokið.

T.d. mætti Heimavarnaliðið í dag með þögul og svartklædd mótmæli fyrir utan stjórnarráðið þriðjudaginn 25. maí 2010. Málið er að "byltingin" þarf bara tíma til að þróast. Þetta verður ekki bara endalaus búsáhaldabylting. Næsti kafli í byltingunni fær nýtt nafn. Kannski Svartstakkar, sbr. heimavarnarliðið.

Of margir íbúar þessa lands hafa algjöra vantrú á stjórnmálaöflunum og þurfa að gera gangskör að stjórnvöldum til að eiuhvað verði gert í þeirra málum; þ.e. þeir sem urðu leiksoppar að svikamillu bankanna, sem leiddiu til hruns krónunnar og hækkun húsnæðislána þeirra.

Ég segi "svikamilla" vegna þess að sá sem verslaði við ákveðna banka hér og tengd fyrirtæki voru upp til hópa að versla við svikamillu að mínu mati. En svikamilla er það ekki nema eigendur og aðstendur þessara fyrirtækja/banka veðri sakfelldir vegna svika, og markaðsmisnotkunar.

En mikilvæt er, að á meðan fólk bíður, að það hópist sjálfviljungt út á götur hér og niður á torg til að vekja athygli stjórnvalda á aðstæðum sínum. Vegna hrunsins.

Mikilvægt er að sem flestir mæti á Lækjartorg, við Stjrórnarráðið, og við ráðuneytin eftir að Alþingi fer í frí.

Ef það verður ekki plastpokabylting verður það kannski bara gluggaumslagabylting; margir geta ekki og eru búnir að gefast upp á að borga afborganir af íbúðum sínum. Er þá ekki best að mótmæla með því að dreifa greiðsluseðlunum fyrir utan Stórnarráðið, Alþingi og Íbúðalánasjóð?


mbl.is Gæti stefnt í byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapaði Davíð fyrir Golíat á sínum tíma?

Ég vil byrja á því að hrósa formanni slitastjórnar Glitnis fyrir að tala mannamál í Kastljósi. Ég hugsaði með mér: "þetta er einstaklega frambærileg kona." Hún lét sér fátt um finnast varðandi hótanir þeirra Jóns Ásgeirs og Fons-karlsins. Viðbrögð þeirra bera vott um aðila sem eru komnir í þrot, og sem er ekki hægt að rökræða við. Að mínu mati eru þeir lýsandi dæmi um þann sem haldinn er vænisýki: "allir eru að  ráðast gegn mér" - þeir sjá "ljóta kallinn" í öllum hornum, allt frá  Davíð Oddssyni til núverandi ríkistjórnar og sérstaks ríkissaksóknara.

 

Ég man alltaf þegar Davíð Oddsson tók út sparnaðinn sinn af reikningi hjá Búnaðarbanka/Kaupþing. Þetta voru litlar sem 400 hundruð þúsund krónur. En ekki lítil upphæð í mínum augum og almúgans. Hann var að mótmæla háum launum og bónusum stjórnenda Búnaðarbanka/Kaupþings. Maður skildi ekki alveg á þessum tíma, hvað þessi skilaboð Davíðs fólu í sér. Því að ég og hinir, héldu að þetta væri eðlilegt, þ.e. að bankamenn ættu að hafa svona há laun. Og bónusa.

 

En eftir á að hyggja, getur þetta ekki talist viðunandi í almenningshlutafélagi. Þetta er allt á kostnað hluthafanna. Og hvað þá að kaupa húseign við Borgartún af verktakafyrirtæki, þar sem greitt var fyrir húskofann 100 milljónir yfir markaðsverði, bara til að rífa kofann niður. (Húsið mátti vel missa sín, þar var reyndar forljótt, að mínu mati). til að bankaglerbygging Kaupþings sem var þarna bakvið fengi meira pláss og sýnileika. Þetta var ekki í þágu hluthafa. Það að sólunda aukalega 100 millum til að rífa niður húskofa við Borgartún þjónar eigendum banka ekki og er ólíklegt til að hækka hlutabréfin.

 

Það var/er heldur ekki með hag eigenda (hluthafa) í huga, að bjóða upp á dýrustu vínin á veitingastöðum, þegar viðskiptaaðilar eru í heimsókn. Hvað þá að bjóða þeim upp á dýrustu steikurnar, eða þá að éta gull. En þennan orðróm, um dýrustu vínin, heyrði ég nú fyrir sömmu. – Ég legg til að sett verði í lög að hlutafélög í almannaeigu geti ekki notað ótakmarkað fjármagn til veisluhalda/risnu. Það verður að takmarka þetta á einhvern vitrænan hátt..

 

Var að hlusta á Útvarp Sögu, oft sem áður, og nú síðast 11. og 12. maí þar sem Gmundur Franklín var í viðtali. Hann hefur mikla reynslu sem starfsmaður hjá fjármálafyrirtækjum í USA. Hef áður hlustað á Guðmund (GF) þarna á stöðinni. Rifjaði GF upp úttekt Davíðs á þessu sparifé, þ.e. ‘skitna’ 400 þúsund kallinum, sem hann tók út á sínum tíma, og tók GF fram að Davíð hefði orðið aðhlátursefni vegna þessarar útttekar á sínum tíma. Enginn hefði tekið hann alvarlega.

 

Í sama útvarpsþætti bendir GF á, að Kaupþing hefði fengið lán frá Seðlabanka Íslands, svokallað þrautavaralán að upphæð 500 milljónir, að mig minnir. Þetta var eftir fall Glitnis og ef tir að neyðarlögin voru sett.. GF benti á í viðtalinu að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefði verið á móti því að lána Kaupþingi þetta, en vegna þrýstings frá stjórnvöldum (Geir Haarde og fleirum), var Kaupþingi lánað þetta. Þetta þarf að rannsaka: hverjir í stjórnsýslunni þrýstu á um að bankinn fengi þetta lán. Mér finnst þetta lýsa ótrúlegri vanhæfni stjórnvalda á sínum tíma. Og eins og flestir vita núna, fóru þessir fjármunir beint úr landi, til að þjóna æðstu stjórnendum bankans, og vinum þeirra.

 

Ef valdhafar bankans verða dæmdir fyrir þetta, þá er ábyrgð og sekt stjórnhafa engu að síður gífurleg. Davíð var búinn að vara ríkisstjórnina við, en enginn tók af skarið, til að setja eitthvað ferli í gang til að gera eitthvað í málinu. Þetta kemur nánar fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Stjórnarliðið var svo slappt að það sogaðist einfaldelga sofandi að feigðarósinum.

 

En þetta með tap, þá minnir mig að Davíð hefði haft vinninginn í gömlu goðsögninni um Davíð og Golíat. En það skiptir ekki máli hér. Réttlætið sigrar vonandi að lokum. Glæpur er glæpur. Og réttlæti er réttlæti.

 


mbl.is Umtalsvert tjón fyrir Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

21 mánuður í fangelsi fyrir ólöglega komu til BNA - Er það mikið? ...

Ég velti þessu aðeins fyrir mér, vegna þess að búið er að ákæra aðra Íslendinga í New York vegna fjármálabrasks. Verði þeir aðilar dæmdir, velti ég fyrir mér hversu langan dóm þeir fá. Það verður fróðlegt að gera samanburð, þegar þar að kemur. Svo framarlega sem hinir Íslendingarnir fái dóm á sig.
mbl.is Íslensk kona dæmd í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drottningarviðtal við Halldór Ásgríms

RÚV hefði átt að ráða harðsvíraðri spyril í viðtalinu við  fyrrverandi forsætisráðherra og  bankasölumanninn Halldór Ásgríms.

Spyrilinn var ótrúlega máttlaus. Og viðmælandinn í afneitun, eins og allir sem hafa átt þátt í hruninu.

Allir sem kusu yfir sig fjórflokkinn á undanförnum áratugum eru sekir. Ég er þar ekki undanskilin, þó að ég hafi haft það að markmiði undanfarinn áratug að kjósa ekkert af þessu yfir mig eða þjóðina, s.l. áratug.

Vandamálið er að enginn þorir eða er til í að viðurkenna mistök.

Halldór er sjálfur verkfræðingur að hönnun kvótakerfisins. En það var reyndar ekki málefni Kastljóssins í gærkvöldi. En er ekki kominn tími til að rannsóknaraðilar fari að kafa ofan í það málefni. Kannski verður það næst á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis. Hver veit.

Málið er, að margir aðilar hafa komist upp með að soga fjármagn út úr kerfinu (lesist= almenningur borgar) í formi kvótakerfis, bankakerfis, stjórnmálakerfis, viðskiptakerfis ... þetta er óendanlegt.

Fáir virðist hafa einhvern snefil af samvisku. Það virðast allir í þessu þjóðfélagi vera að beita einhvers konar fjármálaverkfræði til að ýmist leika á kerfið eða græða á hinu eða þessu.

Og auðvitað er stærsta maskínan í þessu Lottóið, sem vélar fólk til sín. Og þetta fólk kaupir í þeirri trú að það vinni eitthvað, á sama hátt og fólk hélt að það ynni eitthvað á því að kaupa hlutabréf í íslensku  bönkunum sem voru líklega mesta svikamilla sem hefur dúkkað upp á Íslandi í aldanna rás.

Mestu mistök stjórnmálamanna voru að selja bankanna hvílíkum fjárglæframönnum. Mér finnst númer eitt að þeir sem seldu þessa banka, séu helstu sökudólgarnir í hvernig komið er fyrir landi og þjóð.

Sem sagt, fyrrverandi pólitíkusar eru mestu bankadólgar sem fyrirfinnast. Þeir eiga að axla ábyrgð á sínum gjörðum.

En því miður, þjóðin er veik, lasin. Hún er haldin afneitun á háu stigi. Og stjórnmálamenn tróna þar hæst á tindinum. Og veigra sér ekki við að afneita. Jafnvel í drottningarviðtölum.


mbl.is Kannast ekki við handstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algerlega sammála að hækka í 18 ár.

Unglingar eru ungir og leika sér og eiga það til að aka of hratt. Þetta er auðvitað klisja hjá mér. Ég var eldri en unglingur þegar mér fannst gaman að keyra of hratt. Og ég keyrði líka of hratt sem unglingur með nýtt ökuskírteini. En sem betur fer lenti ég sjaldan í neinu ægilegu. Jú, reyndar klessti ég bíl eins kennara í Versó eitt árið, og þá var ég 22ja. Greinilega ennþá óreynd í lífinu eins og hver annar foli sem bregður á leik, án þess að hugsa út í afleiðingarnar.

Ég hef séð of mörg (dauða)slys þar sem ungmenni hafa orðið fórnarlömb, og þar sem aðstandendur sitja eftir í mikilli sorg. 

Ég segi bara fyrir mig, að það er ekki þess virði að lifa of hratt í lífinu.

Ekki stíga og mikið á pinnann, krakkar. Lifiði frekar lengur.

Því eldri sem við verðum, því rólegri verðum við hvað akstur hrærir. Og þeir sem eldri eru, og sem lesa þetta: ekki hlusta á ungdóminn sem gagnrýnir ykkur fyrir að aka og hægt.

Frekar segja reynslusögur af hrikalegum bilslysum til að hræða ungmennin frá því að aka um á þjóðvegum hér úti eins og bavíanar. 

Ökum hægar - Öryggi í akstri er betra en ævarandi öryrkja.


mbl.is Ökuleyfisaldur hækki í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórnarkosningar - Mér brá - 8 listar eru í boði! Hvað er í gangi?

Hverjir bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum? Jú, það eru:

 

Besti flokkurinn

Framsóknarflokkurinn

Frjálslyndi flokkurinn

H-listinn

Reykjavíkurframboðið

Samfylkingin

Sjálfstæðisflokkurinn

Vinstri-grænir

 

Ég hef reyndar ekki nennt, eða haft tíma til, að kíkja eða sækja póst í póstkassann hjá mér undanfarna daga, en líklegt er að þar liggi pésar og áróðursrit frá einhverjum af þessum flokkum/framboðum, en ég hlakka til að kíkja í póstkassann ef einhver af þessum framboðum hafi sent eitthvað bitastætt út.

En ég hafði smá glufu til að kíkja í Fréttablaðið í dag og sá auglýsingu á bls. 32 um að Oddvitar í Borginni ætla að mæta Háskólanum í Reykjavík í Nauthólsvík miðvikud. 5. maí milli 12 og eitt.

Þar ku oddvitar ofangreindra flokka/framboða verða með erindi og svara svo fyrirspurnum úr sal.

Það sem vakti ekki hvað síst athygli mína í þessari auglýsingu, var í hvaða röð framboðin voru fram sett (en hér að ofan nefni ég þau í stafrósföð): En í auglýsingunni í FB eru þau röðuð m.v. stafrósröð oddvita viðkomandi framboða, sem verða með framsögu í HR á morgin, og þá verður röðin þessi:

Samfylkingin  - Dagur B. Eggertsson

Framsóknarflokkur - Einar Skulason

Sjálfstæðisflokkur - Hanna Birna Kristjánsdóttir

Frjálslyndi flokkurinn - Helga Þórðardóttir

Besti flokkurinn - Jón Gnarr

H-listinn - Ólafur F. Magnússon

Vinstri-grænir - Sóley Tómasdóttir

Reykjavíkurframboðið - (N.N. - frambjóðandi).

 

Getur einhver frætt mig um hverjir standa að Reykjavíkurframboðinu?

Það eru greinilega margir um hituna varðandi borgina.


Veðrið undarlegt í suður Evrópu. Er veðurguðinn orðinn eitthvað skrýtinn?

Það er með ólíkindum að það hafi snjóað þarna á Suður-Frakklandi á þessum árstíma. Það mætti halda að veðurguðinn sé orðinn kolklikkaður. Hafi misst minnið og þess vegna ruglast á árstíðum. En samt ekki: það snjóar yfirleitt ekki þarna einu sinni um jólaleytið. Ég man eftir einni ferð, þar sem ég skapp þarna niður eftir í desember. Keyrði frá Luxemburg. Evrópa var öll hrímuð af frosti. En það hafði ekki snjóað neitt. Og þegar komið var suður á Frakkland, var veðrið eins og þeð gerist best á vorin á Íslandi (mínus rigning og þoka, eins og veðrið var í dag í Höfuðborginni), hlýtt og milt.
mbl.is Allt á kafi í snjó í S-Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband