Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Hvað eru "dræmar kosningar" ??

Áhugavert að lesa tölfræði eldri forsetakosninga, og á fréttaritari hrós skilið fyrir þetta innlegg. Ég set spurningamerki við það sem hann skilgreinir sem "dræmar kosningar" þegar Vigdís bauð sig fram í annað skiptið þegar hún fékk mótframbjóðanda. Skv. fréttinni kusu 72% atkæðabærra manna í þessari forsetakosningu. Þetta er kannski dræmt, ef miðað er við að við ætlumst til að sem flestir kjósi í forsetakosningum.

En fróðlegt verður að fá upplýsingar um hver prósentan verður eftir næstu forsetakosningar, sem eru dagsettar laugardaginn 30. júní 2012.

Kjósa fleiri en 72% þeirra sem hafa kosningarétt núna, eða kjósa færri sem hafa þennan rétt?

Það verður fróðlegt að fá upplýsingar um tölfræði kosninganna að þeim loknum, í lok mánaðar.


mbl.is Gegn forseta í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

J.R. Ewing óvinnufær?

Mér fannst áhugavert að lesa frétt Mörtu Maríu um J.R. Ewing. Hún telur að hann ætti að vera óvinnufær vegna þess að hann er áhættufíkill, stundi framhjáhald á fullu og fleira. Og óvinnufær vegna vesenesins sem hefur fylgt þessu framhjáhaldi.

En ég held að það sem hafi gert þessa Dallas þætti svona yfirmáta vinsæla, er að þeir endurspegli einmitt líf auðugs manns í lifenda lífi: hann kemst upp með framhjáhald án þess að það skaði starfsferilinn; hann mætir alltaf í vinnuna daginn eftir. Jafnvel þó að hann hafi ekki útlitið með sér. En margar konur, ungar sem gamlar sjá alltaf sjarma í eldri manni, sérstaklega ef hann er auðugur.

P.S. Ég myndi ekki nenna að horfa aftur á Dallas þættina, þó að mér væri borgð fyrir það.En ég horfði á þá á sínum tíma, enda einn af vinsælustu þáttum síns tíma.

Ég veit líka til þess að ungar mæðgur, sem ég þekkti,  klæddu sig alltaf upp á og höfðu spaghetti og hakk í matinn á þeim dögum þegar Dallas var á dagskrá. Þetta var þeirra tími til að hafa það huggulegt á meðan Dallas var sýndur. 

En gvuð minn góður, ég trúi hvorki á hann né Dallas, þannig að ég býð frekar spennt eftir að geta horft á nýja þætti sem tengjast nútímanum. - En ég segi bara, verði Dallas áhugafólki að góðu og góða skemmtun! 


mbl.is Nánast óvinnufær vegna framhjáhalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband