Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Heir, heir! Millitekjuhópar!

Mér varð óglatt að lesa pistil Guðmundar. Hann er að staðhæfa að "millitekjuhópar" hafi farið verst út úr þessu. Hverju þessu og af hverju? Voru það ekki einmitt millistéttinn sem skuldsetti sig sem mest og ætlaði sér að lifa hátt á gengislánum sem það fékk hjá bönkunum?

Það þýðir lítið fyrri téðan Guðmund að vera að væla yfir þessu í dag. Það er out of date.


mbl.is Millitekjufólk fái launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarstjóri í Garði - haldinn kvenfyrirlitningu - úff - hver kýs þetta?

Já, það er alveg greinilegt að bæjarstjórinn í Garði hafi hlotið kosningu, annars væri hann ekki bæjarstjóri.

En ég finn fnykinn, langar leiðir. Það að segja að Steingrímur J. hafi ekki sagt neitt af viti, "alveig eins og kelling" segir manni heilmikið um manninn Ásmund Friðriksson: hann er greinilega haldinn kvenfyrirlitningu á hæsta stigi.

Ef þessum manni er illa við kellingar, spyr maður sig hvernig hann komi fram við kellingar, eða konur í hans eigin lífi? Vanvirðir hann þær og kannski dýrkar á sama tíma? Það fer sjaldan vel saman.

Er hann kannski í því að káfa á konum úti í bæ, í þeirra óþökk? Eða hatar hann bara konur yfirleitt, til hins ítrasta?


mbl.is „Segir ekkert, alveg eins og kelling“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandarískir hermenn með leynisendingu í "top secret mission?"

Þetta er athyglisverð frétt í ljósi þess að það hafi orðið "titringur" uppi á velli þegar að farþegar/áhöfn vélarinnar neituðu tollvörðum inngöngu í vélina. Áhöfnin veifaði hermannapössum. Skv. frétt í snjónvarp Rúv í kvöld, fyrir utan "titring" þurfti að hafa samband við bandaríska sendiráðið.

Tollverðir komust inn í vélina að lokum og kom í ljós að farmurinn var ýmis tól og tæki í kössum. Ekkert ólöglegt við að flytja tæki milli landa. En miðað við uppákomuna, og það að vélin var skráð í einkaeign, segir manni að þessi flutningur hafi bara verið "ultra top secret" sending. 

Við hverju bjuggust sendimenn? Að þeir væru undanþegnir tollskoðun á Íslandi með því að veifa herskilríkjum? Nei, aldeilis ekki.

En maður getur ekki annað en brosað að þessu atviki: ef áhöfn vélarinnar hefði hleypt tollvörðum orðalaust í vélina, þeir skoðað og ekki gert athugasemdir við nokkra kassa með einhverjum tækjum, hefði þessi sendiför ekki spyrst út.


mbl.is Tollgæslu meinað að skoða flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt er að geta spurt frambjóðendur til stjónrlagaþings spurninga ...

... áður en þeir eru kosnir til þessa þings.

En því er ekki fyrir að fara. Bæklingur (eða bók), verður gefin út rétt fyrir þessa kosningu til stjórnlagaþings. Kosningabærir aðilar hafa ekki mikinn tíma til að velta sér fyrir málefnaskrá frambjóðenda.

Ef einhver frambjóðandi les þetta blogg mitt, þá langar mig að vita hvort einhver frambjóðandi hefur hugleitt að setja beri ákvæði í íslenska stjórnarskrá, að einstakir ráðherrar geti ekki tekið ákvarðanir varðandi íslenska ríkið, hvort sem varðar fjármál, þátttöku í stríði eða öðru mikilvægu, án þess að bera viðkomandi erindi undir íslensku ríkisstjórnina?


En hvað var verkefni varðskipsins Ægis?

Mér finnst vanta í fréttina af varðskipinu Ægi sem kom heim í kvöld eftir sex mánaða útiveru í Miðjarðahafi og við Senegal: hvað var skipið að gera þarna niðurfrá?

Ég samgleðst vissulega fjölskyldu bátsmannsins Guðmundar Stefáns Valdimarssonar, sem heimti hann eftir sex mánaða útiveru í Miðjarðarhafinu.

En spurningin sem stendur eftir: hvað var skipið og áhöfnin að gera þarna niðurfrá?

Spyr sá sem ekki veit :) - Afsakið fáfræðina.


mbl.is „Gott að vera kominn heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, já fólk brotnar við ýmsar aðstæður ...

... þó að það hafi nú ekki þótt vera fréttaefni sem slíkt gegnum tíðina ...

... eða hvað? Brotafréttir af fólki á borð við þessar á mbl.is geta sagt lesandanum nr. eitt, að fréttamanninum er uppálagt að koma með fréttir, hvað sem það kostar, ... annars ... þótt að þetta sé kannski svona "ekki frétt."

... man alltaf eftir 'frétt' sem ég fékk snemma á 8. áratugnum, þegar amma kærasta míns lærbrotnaði. Sonur hennar heyrði skellinn uppi, en hann bjó niðri. Gamla konan lærbrotnaði, var flutt á spítala og kom aldrei heim aftur.

... dóttir mín grét mikið eftir einn leikskóladaginn hér um árið. Henni var illt. Og eftir að ég hafði farið með hana upp á slysadeild, kom í ljós að hún var viðbeinsbrotin.

... ég fótbrotnaði einu sinni fyriri utan vinnustaðinn, enda á hlaupum út í hádeginu ...

Fólk brotnar hér og þar og þykir yfirleitt ekki fréttaefni ... nema gúrkutíð sér fyrir hendi í fréttabransanum. 

... en vel á minnst: af hverju heitir þetta gúrkutíð? Þætti gaman ef einhver nennti að gefa mér skýringu á þessu.


mbl.is Úlnliðsbrotnaði við Gullfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki æskilegt að draga frambjóðendur í dilka eins og eyrnamerkt sauðfé.

Það gat verið að landskjörstjórnin færi í það að hjakka í sama gamla kosningafarinu og ætla að fara að flokka frambjóðendur eftir kjördæmum og aldursbilum.

Halló, kommon! Hér er um einstaklingsframboð að ræða. Og kjördæmi skipta ekki máli hér, nema í sögulegu samhengi, en það getur beðið betri tíma.

En í þessari frétt mbl. segir m.a. "Þá segir að landskjörstjórn muni innan tíðar birta frekari upplýsingar um frambjóðendur, þ.á m. um skiptingu þeirra eftir kjördæmum og aldursbilum."

Ég sem kjósandi, og sem ætla mér að mæta á kjörstað í þessu tilviki, mun hvorki kjósa einstaklinga m.t.t. búsetu, aldurs, né kyns.

Mín vegna getur landskjörstjórn sparað sér vinnu við að kjördæma- aldurs- og kyngreina frambjóðendur.

Ég hef áhuga á málefnaskrá frambjóðanda varðandi stjórnlagaþingið. Hvorki búsetu, aldri, háralit né bifreiðaeign (ef einhver), svo ég nefni eitthvað.

Það er miklu mikilvægara í þessu sambandi að landskjörstjórn komi sem fyrst á framfæri gagnlegum upplýsingum til landsmanna varðandi alla frambjóðendur, þannig að við Íslendingar getum farið að íhuga hverja við óskum eftir að kjósa. Vegna þess að við ætlum að kjósa EINSTAKLINGA.

Mikilvægt er fyrir alla væntanlega kjósendur að við fáum upplýsingar sem allra fyrst um alla frambjóðendur, þannig að við getum byrjað á væntanlegri kosningavinnu okkar. Og bara skítt með það að draga fólk í dilka eins og hvert annað sauðfé.

 


mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

hefur engum dottið í hug að gera þessar breytingar á gjaldþrotalögum fyrr, en Ögmundi datt þetta í hug? Minnir að skv. núverandi lögum sé hægt að ganga að gjaldþrota fólki og viðhalda rukkun á skuldum eftir gjaldþrot í 7 ár. Ögmundur fær 6 prik hjá mér. Að minnsta kosti.
mbl.is Frumvarpið mannréttindabót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er lýðveldi ...

Já, "Íslandi er lýðveldi með þingbundinni stjórn."

Svo hljóðar fyrsta grein Stjórnarskrár Íslands, en það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa lesið stjórnarskrána og séð hana berum augum. En nálgast má stjórnarskrána hjá Dómsmálaráðuneytinu og jafnvel víðar. Þetta plagg fæst frítt, þar sem það liggur frammi.


Frakkar kunna þetta ... þ.e. að mótmæla.

Ef einhverjir kunna að mótmæla stjórnvöldum almennilega, þá eru það Frakkar. Mér er alltaf minnisstæð mótmæli bænda snemma á 8. áratugnum: þeir mættu í tugum og helltu úr mjólkurbrúsum sínum á stræti stórborgarinnar, París. 

Hef sjálf upplfað að taka þátt í göngu í París til að þrýsta á stjórnvöld til að liðka fyrir ákveðnum innflytjendahóp. Veit ekki hvort Sígaunarnir hafi farið í slíka þrýstigöngu nýlega. En núna er verið að hrekja þá úr landi. Það eru fleiri Evrópuþjóðir sem hafa farið slíka leið í gegnum tíðina. T.d. Þýskaland sem reyndir að hrekja ákveðna Afríkubúa úr landi fyrir um áratug.

Held að öll Evrópa sé á villigötum varðandi innflytjendamál.

Það þarf að koma þessum málum á hreint í Evrópu. - En þetta er auðvitað óskylt málefni bloggsins varðandi mótmæli Frakka vegna eftirlaunastefnu Sarkósís & co.


mbl.is Óþefur yfir Marseille
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband