Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Trump á nokkur tromp á hendi sér!

Alltaf fannst mér Trump vera glaum- og viðskiptagosi. En ég skipti um skoðun eftir að hafa lesið bók hans "Think big" og er sú lesning góð fyrir fólk í viðskiptalífinu eða þá sem vilja fara út í bisness.

Pabbi Trumps byggði turna og háhýsi á Manhattan. Trump fetaði í fótspor hans. Trump hefur látið byggja turna og háhýsi víða um Bandaríkin með yfirleitt góðum árangri.

Í bók sinni "Thing big" segir Trump frá því að hann hafi verið alinn upp í því, og lært af pabba sínum, að það hafi verið séð til þess að allt væri tipp topp í þeiri byggingu sem pabbinn byggði og væri að fara að afhenda. Trump segir að hann hafi tekið þennan sið upp.

Trump í mínum huga er karlmaður í alvöru business og gerir hlutina jafnvel betur en samkeppnisaðilinn. Þökk sé "gamla skólanum" þ.e. aðferðinni sem pabbi hans fylgdi.

Þótt að Trump sé kjaftfor, kann hann fyrir sér í viðskiptum. Sem getur komið sér vel í stjórnmálum.


mbl.is Hvaða tromp hefur Trump?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk í viðskiptum át gull fyrir hrun - nú vill forsetafrú ferðast út í geim.

Ef þú ert búinn að gleyma gulláti viðskiptamanna erlendis á árunum fyrir hrun, og hefur ekki heyrt af ósk forsetafrúar vorrar um að bara ferðast út í geym, þá er bara 2007 að koma aftur með tilheyrandi hruni. Eða hvað?

Þegar Sigmundur Davíð sagði af sér um daginn, nefndi hann að hann ætlaði í ferðalag, en ekki út geim. Ég skildi ekki þá hvað hann átti við. En í ljósi staðhæfingar forsetafrúarinnar, sem langar að kaupa sér far út í geim, skil ég hvað hann átti við.

Auðvitað hefur forsetafrúin efni á að kaupa sér far út í geim. Það er hennar mál hvert hún kýs að fara í sínum fríum.

En er það við hæfi, á erfiðum tímum í þjóðfélaginu, að forsetafrú tilkynni um langanir til dýrrar geymferðar á sama tíma og heilbrigðismál eru í molum, efnalítið fólk á vart fyrir lyfjum og jafnvel ekki matvælum.

Mér finnst ekki við hæfi að forseti/forsetafrú auglýsi dýrar langanir eða meinlifnað á meðan jafnvel glorsoltinn almúginn á mat eða lyf, lesi eða heyri svona tilkynningar frá Bessastöðum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband