Handavinnan í kosningunum fór fyrir lítið

Óskaplega er ég fegin að hafa ekki mætt á kjörstað á laugardaginn til að eyða tíma og orku við að merkja við flokk og strika út nafn/nöfn. Eða jafnvel skila auðu. Útstrikanir hafa greinilega engan tilgang í núverandi kosningafyrirkomulagi. En samt er kjósendum boðið upp á að strika út nöfn frambjóðenda og/eða endurraða frambjóðendum á listann. - Slík handavinna er greinilega unnin fyrir gýg. Það hafði nefnilega engin áhrif, þó að fjöldi kjósenda notaði þetta val í kjörklefanum.

Greinilega þarf að breyta kosningafyrirkomulaginu hér, þótt fyrr hefði verið.

En margar útstrikanir gefa reyndar frambjóðendunum sjálfum vísbendingu. Og þeir borgarfulltrúar sem verða fyrir fjölda útstrikana, ættu hreinlega að segja af sér. En það er ekki nóg að segja þetta. Vegna þess að spurningin er: hvar á að setja mörkin? Við 10, 50, 100 eða fleiri en 100 útstrikanir.


mbl.is Gísli var oftast strikaður út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband