Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Vilborg í stjörnufans

Einu sinni var mér sögð falleg saga, á aðfangadag fyrir mörgum árum,
af Vilborgu og bræðrum hennar á Seyðisfirði.
 
En í ljósi þess gjörnings sem Vilborg viðhafði í dag fyrir framan
stjórnarráðið, það að staga í sokka, er einmitt einkennandi fyrir
athafnir sem húsmæður þurftu að framkvæma þegar Vilborg var ung.
Allt var notað; stoppað var í sokka, fatnaður stagbættur og saumað upp úr fatnaði. 
Líklega hefur Vilborg tekið upp þessa verkþætti þegar hún var sjálf orðin húsmóðir.
Enda hvorki til Hagkaup, Ikea né Kolaportið á þeim tíma.
Matvörur og fatnaður var skammtaður í verslunum hér á landi á tímabili.
 
Þegar Vilborg var ung kona og upprennandi penni, var jafnvel töluvert mál að eignast ritvél.
Enda lifði unga fólkið hvorki á yfirdrætti né krítarkortum. Það voru helst einhverjir vinir,
frændur eða tilfallandi velgjörðarmenn sem lánuðu ungu fólki smá aur, ef mikið stóð til. 
 
Eftir að Vilborg hafði dvalist erlendis um tíma, var heilmikið mál fyrir hana að komast
heim til Seyðisfjarðar eftir heimkomuna, sem hún fór að hluta til á puttanum,
mjög svo félítil, en komst þó að lokum, þrátt fyrir að lenda í bíl með kvikindislegum
kónum á leðinni, sem fengu reyndar rækilega á baukinn síðar þegar bíllin þeirra bilaði og
eftir að hafa verið búnir að henda Vilborgu út á gaddinn.
Sagði hún frá þessu í áhugaverðu viðtali á öldum ljósvakans fyrir nokkrum árum. 
Mig minnir að hún hafi fengið lánaðan 500 kall, hjá velgjörðarmanni,
sem hún notaði til að kaupa ritvélina og fyrir farinu heim.
 
En nú eru að koma jól, og sagan af Vilborgu og bræðrum hennar, sagði faðir minn mér seint á
9. áratug síðustu aldar, nánar tiltekið á aðfangadagskvöld. En faðir minn var fæddur á Seyðisfirði og ólst þar upp sem ungur krakki og lék sér með bræðrum Vilborgar. Það er stjörnubjart kvöld og krakkarnir eru úti að leika sér.
Þau eru staðsett við torfbæ, og stjarna, eða stjörnur, blika við mæninn á burstinni.
Bræður Vilborgar eru stríðnir og mana hana til að ná sér í stjörnu. Vilborg bítur á agnið og klöngrast upp á mæninn og teygir sig eftir stjörnunni. - Ekki fylgir sögunni hvernig hún brást við því að ná ekki til stjarnanna.
 
En þessi litli barnaleikur sýnir glöggt að Vilborg var meira en til í að eignast eitthvað fallegt og að
sama skapi til að teygja sig út fyrir 'kassann' til að öðlast nýja reynslu. Kannski var þessi litli
gjörningur Vilborgar uppi á burstinni e.t.v. bara fyrsta sýnishornið af þeim gjörningum sem
Vilborg var, og er, tilbúin til að taka sér fyrir hendur?

mbl.is Mótmælir og stagar í sokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvakk, kvakk - Bakkabræður braska

Bakkabræður sverja sig greinilega í ætt við aðra glæfra-álfa sem
hafa farið mikinn í íslensku viðskiptalífi og útrásum hér síðustu misserin,
þ.m.t Björgólfarnir, Hannes Smára & Co. og Jón Ásgeir & Co. ásamt fleirum.
 
Samt undrandi á að enginn af þessum aðilum hafi tekið yfir
sorphirðuna hér á höfuðborgarsvæðinu. Enda ekki í útboði og líklega ekki nógu fínt fyrir þá!
En kannski ekki - enda ekki nógu framsýnir þó að þeir ætluðu sér
kannski sorphirðuna að lokum. Þeir yfirtóku stærstu bankana
til að hafa völd yfir því hversu mikið þeir gætu fengið lánað þar.
Þegar þeir voru búnir að þurrmjólka bankana, og ekkert meira þar að
hafa, lentu þeir allir í vandræðum. Og höfðu ekki fattað að bankar
gætu orðið gjaldþrota eins og hver önnur loftbólufyrirtæki. 
 
Og nú ætla t.d. Bakkabræður að þurrmjólka Existu, kaupa og selja
í þessu loftbólufyrirtæki sér í hag.
 
En þar hefst sorphirðan: að eignast restina af Existu - nógu andskoti ódýrt. 
En reyndar verður sorphirðan að andstöðu sinni: kasta út litlum hluthöfum í félaginu,
gera þá að engu. Það kallast sorpeyðing. Það er líka miklu fínna en 'sorphirða.'
 
Allt þetta álfa-lið, sem hefur litla framsýni, er engu betra en Mafían
sem stjórnaði öllu í New York á sínum tíma, og stjórnar kannski að hluta ennþá.
Nú þarf íslenska þjóðin á að halda virkilega ötullum saksóknara, eins og NYC hafði á sínum tíma
til að rannsaka gerðir allra þessara álfa og koma fyrir kattarnef, í eitt skipti fyrir öll,
ef eitthvað ólöglegt hefur átt sér stað. Hint: það er lenska hjá öllum stórum
fjárfestum að fela fé í skattaparadísum. Og hef ég það fyrir víst að það er, eða var,
lögmaður í Landsbanka sem ráðlagði aðilum um hvernig átti að bera sig að
varðandi þennan þátt.- Hefur líklega þjónað mögrum köllum og kellingum sem
hafa líklega komið sínu í einhverja ónefnda banka í gegnum Luxemburg.
En þaðan ku víst vera erfitt að rekja færslur áfram.
 
Og þó að nokkur tími sé í næstu áramót, detta mér strax í hug þessar ljóðlínur:
"... og stórir komu skarar, af álfum var þar nóg ..." Og þér blésu víst í sönglúðra,
sem eru nánast þagnaðir, en samt greinilega ekki. Álfarnir halda áfram að
reyna að ná tóni út úr fölskum lúðrinum. 
 
 
Og hér er hluti af annarri frétt um Bakkabræðra-álfana (eða átti ég að segja
'mafíósana'?) - tekin af amx.is :
 

BBR ehf., félag í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústar Guðmundssonar, hefur í dag skráð sig fyrir nýju hlutafé í Exista að fjárhæð 50 milljarðar króna í skiptum fyrir 1 milljarð hluta í Kvakki ehf. Þetta þýðir að gengi á hlut er 0,02 krónur. Þeir bræður ætla að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé Exista á sama gengi og hafa óskað eftir undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu hvað varðar reglur um lágmarksverð.

Þessi viðskipti fela í sér að fyrri eigendur Kvakks ehf., Ágúst Guðmundsson og Lýður Guðmundsson, leggja Exista til 1,0 milljarð króna í reiðufé.

Eftir viðskiptin eiga félög fjárhagslega tengd Lýð Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni 56.407.905.675 hluti í Exista, eða samtals 87,9% af heildarhlutafé.


mbl.is Stefna að yfirtöku á stjórn Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Míg andi við Austurvöll!

Slæmt að þurfa að létta á sér á almannafæri og eiga von á sekt, þjóðþrifum og jafnvel fangsleisvist
(a.m.k. við fleiri tilfellum). 
 
Þetta atvik sýnir kannski að þörf verður á einhvers konar 'Míg-anda' eða pissu-kömrum fyrir æ-fjölgandi
mótmælendur á Austurvelli í kreppunni, en mótmælendum mun líklega fjölga með hækkandi sól, eins og einhver mætur maður staðhæfði í Kastljósi í gærkvöldi.
 
Nú eru stjórnvöld að styrkja ný sprotafyrirtæki, þannig að hér er líklega kærkomið
tækifæri fyrir sprotafyrirtæki til að stofna ný fyrirtæki í kreppunni og bjóða upp á piss-húss þjónustu á
götum úti; Austurvelli, Arnarhóli og jafnvel uppi á hálendinu, þegar umhvefisverndarsinnar
láta til skarar skríða þegar fer að vora og fara að mótmæla nýjum álverum og hugsanlegum nýjum
raforkuverum ... og kanski olíuvinnslu á Drekasvæðinu ...
 
Margir mæta á Austurvöll og mörgum verður mál, þó að þeir haldi í sér og láti á engu bera. Þó að
fólk pissi áður en það fer að heiman, fer það í spreng ef það gæðir sér á kjötsúpu.
Mér skilst að það hefðu verið biðraðir í fría kjötsúpu
á mótmælafundinum á Austurvelli s.l. laugardag, 29.11.2008.
 
Mönnum gæti líka orðið brátt í brók á Arnarhólnum, þegar þeir mæta þangað til að
mótmæla ástandinu í kreppunni. Ekki dugir að spræna í runna í frostinu, enda gæti þetta
allt frosið í miðri bunu og kallað á sekt, affrystingu og sjálfshreingerningu. Hver nennir
því mitt í kreppunni?
 
Og þeir sem ætla að venja komur
sínar á Svörtuloft til að mótmæla setu seðlabankastjóra, hlýtur að verða mál við að
sitja í anddyri slotsins í tvo tíma og þurfa margir hverjir líklega á svona þjónustu að halda.
Enda hafa ekki allir selskapsblöðrur. Sérlega ekki óþolinmóðir mótmælendur.
 
Þess vegna getum við átt von á að sjá pissu-húsafyrirtæki spretta upp á næstunni,
í boði frumkvöðla, enda betra að beisla þetta í eh-effum en í frjálsu falli á mætar
byggingar, runna og glerrúður. Þar sem miklar þvögur myndast í mótmælum, á landinn
eftir að geta pissað í boði ÞVAG-an ehf. og líklega Sprænir efh. Og þeir sem mótmæla
uppi á hálendinu, munu geta pissað í boði H-landið ehf. Og þeir sem vilja lesa áróður á meðan klósettferðinni
stendur, geta fengið að gera það þegar fram líða stundir, og þá  hugsanlega í boði SAUR-blað ehf.
 
En svo vantar bara hugvitssama aðila til að hanna nægilega meðfærileg
pissu-hús sem eru auðveld í notkun, flutningi, hreinlæti og umhvefisvernd.
 
Og svo er bara spurning hvort stjórnvöld taki tillit til almennings og
stofnenda slíkra fyrirtækja í kreppunni: fá þeir að framkvæma þetta skattfrjálst???

mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband