Áramótaraup

Hef stundum velt því fyrir mér af hverju kóngafólk sitji sem fastast, jafnvel allt til dauðadags.

Ég skil Dnadrottningu vel að segja af sér núna. Hún er að eldast og hefur nýlega þurft að ganganst undir bakaðgerð.

Þetta var síðasta stórfréttin sem ég las árið 2023.

Skynamlegt væri að konungborið fólk sé skylt að fara á eftirlaun við 67 ára aldur eins og við hin. Þá fengju erfingjarnir tækifæri til að taka við krúnunni á ´besta aldri´ í stað þess að vera orðnir ´gamlir kallar´eins og sumir.

Sjálf er ég orðin gömul og 67+ og ég man það langt aftur að hafa skoðað og lesið dönsku blöin: Femme, Söndags B.T., Femine o.fl. Þar var danska pressan á fullu við að birta frásagnir og myndir af dönsku hirðinni. Það fór ekkert fram hjá manni. Þetta voru samfélagsmiðlarnir í gamla daga.

Húsmæður keyptu þessi blöð í hrönnum, og voru jafnvel í ´áskrift´ í bókabúðinni að blöðunum. Stundum sendi mamma mig þangað til að sækja þessi blöð.

Amma keypti þau líka. Engu var hent. Blöðin voru geymd í stöflum í herbergi uppi á háalofti. Þegar við barnabörnin voru í heimsókn fannst okkur gaman að fara upp á loft og fletta í gegnum þessi gömlu blöð.

Man sérstaklega eftir myndum af dönsku konungsfjölskyldunni í garðinum við höllina: verðandi Danadrottning, þá lítil stelpa og systur hennar úti í garði með pabba og mömmu. Margrét rak sig í glas meö drykk sem helltist niður á borðið. Og auðvitað, pressan náði mynd að því þegar Ingrid mamman, skipaði henni að þurrka upp vökvann.

Greinilega vel upp alin drottning sem víkur sæti fyrir 55 ára gamlan son sinn. Vonandi á hann eftir að njóta sín í embættinu.


mbl.is Danadrottning stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband