Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hver notar gulldepluna?

Fróðlegt væri að vita hvernig gulldeplan er notuð; hver kaupir hana og til hvers. Það vantar í fréttina fyrir okkur hin fáfróðu. Það kemur fram hjá fyrsta bloggara fréttarinnar gagnrýni á veiði þessarar tegundar vegna þess að þessi fiskur hefur ekki verið rannsakaður nægilega.

Ég veit lítið um fiska, nema aðallega þá sem ég elda sjálf. Í gærkvöldi borðaði ég keilu sem keypt var í Sækónginum á Sogaveginum. Fiskurinn var verkaður í hvítlaukslegi og var hin fínasta fisksteik, enda var flakið þykkur vöðvi. 

Fyrir nokkrum árum keypti ég Hlýra hjá Steina á Sundlaugaveginum og steikti hann á pönnu. Þessi fiskur hefur svo flott skinn að hann selur sig sjálfan út á útlitið. Karfinn stendur alltaf fyrir sínu, hann er sælgæti, þegar hann er steiktur á pönnu. Og ég á reyndar eftir að gera meiri tilraunir með makrílinn, sem er verið að veiða hér.

Ég borðaði stundum loðnu hér fyrr á árum þegar loðnuveiðar voru í algleymingi. Loðnan er smáfiskur og var yfirleitt full af hrognum. Það mátti alveg borða þetta. En gulldeplan er mun minni fiskur en loðnan. Það er örugglega hægt að gera eitthvað með þennan smáfisk gulldepluna. Kannski getyr hún orðið gott "snakk" þegar á líður.

Hér áður fyrr var Steinbít og Skötusel hent fyrir borð á fiskiskipum. Í dag eru þessir fiskar verðmætir; a.m.k. þykja þeir herramansmatur.

Miðin við Ísland eru matarkista. Alger óþarfi að henda fiski og um að gera að veiða það sem býðst og gefur af sér tekjur.

En lesendur fréttar um gulldeplu, vilja örugglega vita meira um þennan fisk: hver kaupir hann, og hvernig er hægt að nota hann.


mbl.is Fyrsti gulldepluafli vetrarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það voru líka húllumhæ i Þýskalandi 1989

Ég skrapp með samstarfskonu til Þýskalands á þessum árstíma, árið 1989. Á þessum árum var m.a. í tízku að skrppa Trier í Þýskalandi til að versla.. Við flugum til Luxemborgar og tókum lest til Trier og vorum komnar á áfangastað eftir hádegi. Við þekktum okkur á staðnum, tékkuðum okkur inn á sama hótelið á árið árður og vissum vel hvaða vinsæla veitingastað við ættum að sækja í Luxemburg, þegar við færum til baka.

Um kaffileytið vorum við ferðbúnar í bæinn í Trier,  og rötuðum algerlega beint niðrí bæ: beint niður götuna frá hótelinu og ganga bara fyrir hornið, og þá vorum við komnar niður í bæ, á yndislegar göngugötur með viðeigandi rómverskum sögulegum virkjum, sem við gáfum okkur tíma til að heimsækja.

En þegar við gengum fyrir götuhornið í þetta skiptið, alls óafvitandi að eitthvað sögulegt atvik var að eiga sér stað, blasti við okkur mikill mannfjöldi, húllumhæ og ein allsherjar gleði í miðbænum í Trier. Við áttum nú bara von á rólegum göngutúr um göturnar og þessu venjulega búðarrápi.

Við vissum ekkert hvaðan á okkur stóð veðrið, enda ekkert að fylgjast með fréttum, þannig lagað, hvað þá þegar er við vorum á ferðalagi og með allan hugann í innkaupahugleiðingum. 

En þessi ferð reyndist skemmtileg og viðburðarík, enda ekki við öðru að búast, enda eru Þjóðverjar með endæmum góðir í að búa til skemmtilega stemningu, þegar þar við á og einnig af jafnvel minnsta tilefni.

Vonandi tekst mér, við tækifæri að setja gamlar myndir frá Þýskalandi á tölvutækt form, og setja þær hér inn á bloggið.


mbl.is Hátíðarhöld hafin í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu viðbrögð: afneitun

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði fréttina á RÚV í kvöld að notandi KSÍ greiðslukorts á nektarklúbbi í Sviss færi í afneitun. - Það er alveg sama hvort slíkur aðili (eða aðilar) séu NÚNA búnir að borga herlegheitin úr eigin vasa.

Þú lesandi góður, býrði bara í bananalýðveldi, ef spillingin á að halda áfram að grassera hér. Það ríkir ekki bara spilling meðal miðaldra karla sem sækja sér glaðning á nektarbúllur; stjórnvöld eru líka spillt og við þurfum líka að veita þeim aðhald.

En það sem er vafasamt varðandi þessa frétt um mann/menn sem nota greiðslukort KSÍ inni á svissneskum næturklúbbi, alveg burt frá séð hvað slíkur klúbbur býður upp á (svo sem nektardans, súludans, kjöltudans, einkataíma á hótelherbergi, eða hvað svo sem boðið er upp á), að það er óásættanlegt að nota fjármagn íþróttahreyfingarinnar til slíkrar notkunar.  

Við skulum ekki8 gleyma því að stór hluti fjármagns sem kemur inn í íþróttahreyfinguna er styrkt af lotto.is - Lottóinu, sem þó nokkur hluti landsmanna styrkir, viku eftir viku.

Ég legg til að lottóspilarar þessa lands hætti að leggja lag sitt við slíka spilamennslu, ef að það fjármagn þes þeir leggja i þetta fer í einhverju magni í risnu formanna íþróttafélaga, sem fela í sér heimsóknir á klámbúllur þeirra sömu og þ.a.l. til að sinna kynferðislegum þörfum hinna sömu.

Ég vil taka þaðö fram að ég spila ekki reglulega í lotto.is, þó að það komi fyrir að ég kaupi mér eina töð fyrir fimmtíu kall. En ég mun líklega aldrei gera það oftar, eftir þessar fréttir. Það gengur ekki að feitir fíklar sói mögru fjármagni íþróttahreyfingarinnar. Og svo er þetta alltaf að kvarta yfir fjárskorti? Alveg eins og öryrkjarnir? 

Heyrum við kannski næst fréttir af misnotkun á greiðslukortum einhverra stjóra hjá öryrkjasamtökum, eða hvað?


mbl.is Óskar skýringa frá KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband