Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Sláandi margir atvinnulausir! En samt vantar starfsfólk!

Var að ræða við atvinnuveitendur í matvælageiranum, sem vantar starfsfólk t.d. í bakarí á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Ekki hefur reynst auðvelt að fá starfsfólk eftir að sumarfólkið hvarf til náms nú í haust.

Ég spurði hvort þau hefðu ekki leitað til Vinnumálastofnunar, þar sem mörg hundruð manns væru á atvinnuleysisskrá? "Jú" var svarið. "Við fengum lista með nöfnum." En fáir, sem engir þáðu vinnuviðtal að sögn heimildamanns. "En hvað með Suðurnesin?" spurði ég. "Það er mikið atvinnuleysi þar,  hef ég heyrt." Það var sama sagan þar. Fyrirtækið fékk lista yfir atvinnulaust fólk, og hringdi í og bauð í viðtal. En fólkið hafnaði atvinnuviðtali. 

Það vantar greinilega fáa vinnu á Íslandi í dag, í þessum geira amk. Kreppan líklega yfirstaðin, enda þrjú ár frá hruninu. Eða hvað?

 

 

 


mbl.is 6,7% atvinnuleysi í agúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgin heldur tívolítæki áfram í Reykjanesbæ, þrátt fyrir alvarlegt slys á barni.

Mörg tívolítæki eru svæsin og hraðskreið. Er þetta dæmigert að halda áfram að reka tívolítæki eftir að barn hefur slasað sig alvarlega í því, jafnvel þótt að það sé Ljósanótt? Í fréttinni segir að tækinu hafi verið breytt (en ekki hvernig) og svo var það ræst á ný, eins og ekkert hafi í skorist.

Þetta er alvarlegt. Það felst mikil ábyrgð í því að hafa tæki á vettvangi, sem geta auðveldlega valdið slysum sem þettum.

Kannski var bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki að vinna vinnuna sína með því að leyfa þetta tæki á vettvangi. Og svo er bara spurningin: hver er ábyrgur? Þetta er megin spurningin sem foreldrar skúlkunnar þurfa að spyrja sig áður en þau fara í skaðabótamál vegna slyssins.

Það er ekki nóg að halda Ljósahátíð, án þess að öryggi barna sé inni í myndinni.


mbl.is Alvarlegt slys í tívolíinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband