Verðum að sporna gegn netfýkn barna okkar.

Nei, þetta er ekki rétt fyrirsögn: við verðum að sporna gegn eigin netfýkn, ef við erum haldin henni. Eða er það svo? Það er meira en sorglegt að lesa fréttina um hjónin í Suður-Kóreu sem sultu barn sitt í hel vegna þess að þau voru svo upptekin við að leika sér á netinu - með annað barn!

Ef fólk er farið að vanrækja eigin börn, vegna netfýknar, þá erum við í vondum málum. Þetta er á við drykkjufíknina: í því ástandi eru börnin vanrækt. 

Hvað skal segja? Ef þú ert haldinn netfýkn kemur það niður á barninu. Ef þú ert haldinn drykkjufýkn, kemur það niður á barninu.

En við verðum líka að passa upp á að börnin okkar verði ekki háð netinu og verði hvers konar netfýklar. Því að lífið býður uppá svo margt annað en það að lifa í netheimum.


mbl.is Vanræktu eigið barn fyrir sýndarbarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband