Af hverju heita svona félög ekki bara "Skrum" ?? - Er ísl. ríkið betra eða fer það í þrot á næstunni?

bullmarket_972123.gifHér er 2007 væðingin í algleymingi: af hverju skuldar eitthvað "skrum" félag 47,6 milljarða?

Jú, líklega átti félagið í viðskiptum við íslenskan einkabanka, og kannski var sá banki til í að lána "skrum" félagi ef það keypti hlutabréf í bankanum, með veði í bréfunum. Án þess þó að ég viti það, af hverju eitthvað félag úti í bæ geti komið sér í þvílíkar skuldir, án þess að eiga nokkuð.

Við eigum líklega eftir að heyra meira, og meira kannski, frá þessari svokölluðu "2007" væðingu. Ég kalla þetta "loftfimleika" - Þeir sem stökkva sem hæst koma yfirleitt harðast niður á nefið á sér. - En ég man alltaf eftir að Gunnar á Hlíðarenda hafi getað stokkið hæð sína í loft upp. En getur einhver frætt mig á því hvar Gunnar endaði (ég er búin að gleyma meginsöguþræðinum í Brennunjálssögu).

Ég hef einu sinni á ævi minni séð karlmann stökkva hæð sína í loft upp; þar var í landi við Miðjarðarhafið. Hann stökk upp, í bræði, reiði, eftir að hafa tapað. Ekki fyrr. - Stökkið hjá þessum manni orsakaðist reyndar af árekstri sem hann lenti í, bíllinn í klessu, og hann með enga tryggingu.

Við viljum tryggingu þegar við leggjum peninga okkar inn á banka, og við tryggjum bílana okkar, ef þeir skemmast í árekstri. Kannski fæst þetta greitt (að hluta ef illa fer), en af hverju voru bankar að lána "skrum" félögum í 2007 væðingunni?

Jú, því að allir trúðu því að allir væru að fara að græða. En það sem við erum ekki tilbúin til að skilja, er að markaðir eru ekki skynsamir. Þó að okkur finnist að allt eigi að hækka. Þegar markaðir hafa farið upp í einhvern tíma, þá hrynja þeir með álíka látum og " skrumfélögin" hér á landi.

En hvaða banka á almenningur hér á landi að treysta núna? Erlendir aðilar hafa verið að yfirtaka íslensku bankana í hrönnum. Vinna þeir á einhvern annan hátt en aðilar fyrir hrun? Ég set spurningu við hvort óhætt er að eiga einhvern aur í íslenskum banka í dag.

Einn kunningi minn orðaði þetta svo, að "þó að maður færði sinn pening af bankareikningi yfir í ríkisskuldabréf, þá gæti maður allt eins orðið fyrir því að Steingrímur Hermannsson, með einu handtaki, yfirtæki þetta til ríkisins" - Já, já, enda er stóra spurningin núna: verður Ísland gjaldþrota nú á næstunni?

Fólk her úti í samfélaginu er upp til hópa hrætt, ringlað og í gjörsamlegri óvissu með sitt. Það er að reyna að semja um skuldir vegna lána í erlendri mynt, en fær engin svör um hvort það verði rukkað eða skattlagt, ef það fær niðurfellingu á hluta lána.

Mjög margt fólk er að upplifa algjöra "kaos" í lífi sínu þessa dagana, þ.e. ringulreið. Þá á eg við fólk sem má ekki vamm sitt vita í fjármálum og hefur alltaf staðið við sitt.

Heiðvirkt fólk er hreinlega að upplifa sjálft sig sem "algert skrum" í samfélaginu í dag. Þá á ég við fólk sem tók kannski meðal húsnæðislán, eða lán með veði í sinni eign, en ekki lán uppá 50 millur.

Það var greinilega búið að vera mikið að í bönkunum, og heldur þetta áfram? Er kannski ekki kominn tími til að stofna nýja banka hér í þjóðfélaginu?


mbl.is Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við tölum heilmikið um spillinguna og þjófnaðinn sem við erum upplýst um daglega. Dómsmálaráðherra virðist vera orðinn svo samdauna þessum fréttum og dofinn að hún hreyfir sig hvergi til að bregðast við.

Ég legg til að nú fáum við til liðs við okkur þrjá útlenda rannsóknarlögmenn til vinnu í hvern gömlu bankanna til að fara vel yfir störf skilanefndanna. Jafnframt legg ég til að þeim verði gefin tvö ár til verksins.

Árni Gunnarsson, 19.3.2010 kl. 23:36

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gefa meiri frest til að taka okkur og rassskella og við sem ekki settum kerfið á hliðina! Ég treysti ekki banka og hvet alla til að taka út peningana sína til að rústa þeim. Við þurfum ekki þessar peningasugur við þurfum banka eins og þú segir Ingibjörg sem vinnur fyrir almenning en ekki þjófa!

Sigurður Haraldsson, 20.3.2010 kl. 01:20

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ég er að fullu sammála þér Árni, með þessa tillögu þína. Og svona verk tekur tíma, en að er þess virði, ef það kemst í gang. Ég þekki ekki inná störf skilanefndanna, en við búum í svo litlu samfélagi, að jafnvel skilanefndirnar, halda kannski ekki sjó ef málaferli verða málið, vegna atferlis starfsmanna í íslensku bönkunum.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.4.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband