Góður dagur hjá sjúkraliðsmanni - og öruggari ferðamáti fyrir djammskvísurnar.

Það jákvæða við fréttina, að öllu gamni sleppt,  er að það hafa verið fá slys/útköll hjá þeim breska umrætt kvöld. Hvaða heilbrigður karlmaður myndi ekki bjóða ungum og föngulegum konum far á djammið, þar sem það var svo lítið að gera, hvort sem var. Kannski bjargaði hann mannslífum þarna, því stelpurnar hefðu allt eins getað þegið far hjá einhverjum krimma, eða jafnvel raðmorðingja.

En auðvitað er sjúkraliðskarlinn í fullum órétti hér og á ekkert með að vera að skutla skvísum á djammið á stofnanabíl.

En svona er mannlífið, sem tekur á sig margar myndir og oft þegar starfsmaður stofnunar misnotar aðstæður, tól og tæki, til að upphefja sjálfan sig. Mér dettur helst í hug, á þessu augnabliki, þegar að fyrrverandi múrari (eða var hann ekki annars múrari) sem gerðist bókari, og fór að millifæra stórar upphæðir út úr reikningum Símans til litla bróður, sem rak ásamt félaga sínum, ýmis félög hér, þar á meðal bari og annað. Það mál tengdist djamminu líka. - Það sem ég sé í þessu er að svona karlmenn sem eru að misnota aðstöðu sína, gera þetta til að sýna ákveðið vald sem þeir hafa; yfir sjúkrabíl eða fjármunum.

Sumir karlmenn halda að þeir þurfi að gera svo stóra hluti til að ganga í augun á hinu kyninu. Þeir fatta bara ekki að það er kannski nóg að bjóða konu í pikknikk (lesist = lautarferð), eða í gönguferð meðfram ströndinni eða upp í Heiðmörk. - En hver og einn hefur sína aðferð, til að sýnast mikill kall. Og þetta með sjúkrabíls-skutlið, er bara líklega enn eitt dæmið í safnið, hvað karlpeningurinn kann að taka uppá á rólegri vakt sinni í amstri dagsins. 


mbl.is Sjúkrabíll skutlaði stelpum sem voru að fara út á lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

ágæt grein hjá þér, en ansi eru þetta "kynjuð" viðhorf. Hvað skal segja um allar þær konur, t.d. í gjaldkerastöðum eða öðrum ábyrgðarstöðum sem hafa dregið sér stórfé? Ég veit reyndar til þess að stundum er spilafíkn þar á bakvið, en ekki alltaf. Hinsvegar er það örugglega rétt að karlar eru veikir fyrir konum - og eiga það til að sveigja reglur þeirra vegna, eða vegna eigin hégómakenndar.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 21.3.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband