Ekkert er ömurlegra en að ganga yfir sviðinn fjárvanginn ...

... en bankamenn ættu að þekkja sína sauði.

Atburðir síðustu daga koma öllum fjármálastofnunum hér á landi við, að öðrum fyrirtækjum ónefndum.

Kaupþing þar ekki undanskilið. 

Ja, ég spyr nú bara hvort Stoðir eigi skuldir í Kaupþingi. Stærsti lánadrottinn Stoða er Landsbankinn, en ekki þykir mér ólíklegt að menn með þvílík umsvif eins og Jón Ásgeir  og co. hafa verið með, að Hannesi Smárasyni ógleymdum, séu með einhver viðskipti í öðrum bönkum hér, ef ekki nánast öllum, þ.m.t. sparisjóðum.

Bankar virka svipað og tryggingafyrirtæki: þau deila með sér tryggingum/ábyrgðum/lánum.

Ef einn banki lendir í vanda, fylgja hinir á eftir. Blóðtaka sauðanna þýðir blóðtöku allra.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst vera einhver Bananalykt af þessu öllu.

Káta (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: corvus corax

Ég sá forstjóra Blóðbankans laumast í kaffi til Haardes í skjóli nætur. Skv. greiningardeild Blóðbankans er nú nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að skrúfa stýrivextina eins hátt og þarf til að kreista síðasta blóðdropann úr launaþrælunum en greiningadeildin telur að þeir hafi of mikið blóð í æðakerfinu og þolmörk þrælanna séu of há fyrir vikið. Blóðið verður síðan notað til að dæla í ofurlaunahyskið sem þykir of fölt í andliti síðustu daga.

corvus corax, 2.10.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, en mér hefur samt alltaf fundist það skrýtið að það vaxa ekki bananar hér, nema í lokuðum gróðurhúsum. Kannski er það skýringin?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.10.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband