Landsmenn hafa áhyggjur - næturgistingin hækkar

Áhyggjur núna eru raunhæfar

Held að það sé kominn tími til að hafa virkilegar áhyggjur af efnahagsástandinu.

Veislunni er lokið og við landsmenn þurfum að fara að taka okkur á.

Mikið sparast ef þak yrði sett á innflutning á alls konar óþarfa drasli.

Við höfum lifað eins og olíugreifar með kaupum á öllum þessum fínu

bílum og ofurfjárfestingum í húsnæði – mikið á erlendum lánum.

Olíupeningarnir

eru ekki ennþá komnir til okkar, en þeir koma.

Við þurfum bara meiri þolinmæði til að bíða eftir því að olían fari að spýtast

upp úr jarðlögunum á sjávarbotninum umhverfis landið. Því það er nóg

af henni þarna úti, en þetta ferli tekur tíma.

 

En við gætum alveg eins átt von á því að farið verði að

skammta okkur gjaldeyri hér á nýjan leik. Ég segi nú bara svona,

en auðvitað vill enginn hverfa til afturhaldstímabils, en sparnaður

í kaupum á innfluttu dóti og alls konar óþarfa og færri

utanlandsferðir gæti hjálpað til.

Erlendar ofurskuldir

Bankar, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar skulda mikið í formi erlendra lána, og gjaldeyrisþörfin er mjög mikil þannig að eftirspurnin á krónunni hefur minnkað og hún fellur alltaf í gildi ef enginn vill hana, þegar gjaldeyriskaup eru mikil.

Seðlabankinn getur ekki látið prenta evrur eða dollara, til að hægt sé að greiða afborganir af erlendum lánum, heldur verður hann að fara bónleiðir í erlenda banka, eða seðlabanka til að redda málunum.

Er sérstök ástæða fyrir háum stýrivöxtum?
Mig grunar að ástæðan fyrir því að stýrivextir hér hafa ekki verið

lækkaðir ennþá, hafi verið til að laða að erlenda fjárfesta til að gefa

út krónubréfin sem þeir greiða fyrir með erlendum gjaldeyri.

Það hefur verið að redda skútunni undanfarin misseri.

Hvað verður gert ef þeir forðast íslenska markaðinn, þó að

vextir séu í hæstum hæðum? Ef stór banki jaðrar við falli,

þá er hætt við að það sjáist undir iljarnar á þeim.

Glitnir á rauðu ljósi

 Glitnir 001

Sváfu einhverjir á verðinum? Glitnir mætti bara rauðu ljósi hjá erlendum banka þar sem þeir höfðu sótt um lán hjá.
Glitnir er of stórt dæmi til að hann verði látinn rúlla, því hann tæki það marga með sér, aðra banka líka. Seðlabankar eiga að vera bönkum til trausts og halds og vitanlega hafa reglubundið eftirlit með þeim og síðasta hálmstráið á að vera að bjarga banka. Voru Glitnismenn of seinir á að taka við sér og leita til Seðlabanka Íslands?

Fróðlegt verður að heyra hvaða úrræði verða hrist fram úr erminni í stefnuræðu forsætisráðherra nú í upphafi þings.

Ástandið hér núna er að verða snælduvitlaust; það fer að vinda hraðar

og hraðar ofan af snældunni. Þess vegna verðum við að hægja á okkur.

 

Litlar eignir – minni áhyggjur

Margir hafa áhyggjur sem eiga eftir að aukast.

En sá sem á lítið sem ekkert, nema daglaunin sín eða launin sem koma um mánaðamót hafa kannski minnstu áhyggjurnar og eru nægjusamastir.

 

 Sofandi

Gekk fram á þennan (útigangs)mann sem svaf værum blundi um hádegið á sunnudegi nú um miðjan ágúst s.l. Veit engin deili á honum, en hann hafði komið sér fyrir á bretti nálægt höfninni í Reykjavík, greinilega verið að staupa sig kvöldið áður ásamt því að róta í einhverjum ruslagámi og síðan sofnað þarna.

Það sem er skondið við þennan gaur, sem á sér líklega engan samastað annan en þann sem hendi er næst, var að hann lét sér nægja að nota ímyndunaraflið til að gera heimilislegt í kringum sig:

hann fann lampaskerminn líklega í bláa plastgámnum og bjó til lampa með hjálp vodkaflöskunnar og innihaldið líklega lýst upp einmanna  tilveru hans kvöldið áður. Hann ‘hlustaði’ greinilega á tónlist þarna um kvöldið og spilaði vinylplötuna með því að nota aflóga háhælaðan skó sem nál. - Ef þú smellir á myndina stækkar hún og þannig sést 'draslið' betur.

Draslið sem hann hirti úr gámnum notaði hann í skemmtilega endurvinnslu. Hann hefur ekki áhyggjur af gengi krónunnar og erlendra gjaldmiðla og hvort úrvalsvísitalan falli og falli. Kannski það eina sem hann hefur áhyggjur af er næsti næturstaður og hvort hann á fyrir næstu bokku.

EnnþaSofandi

 

En margir landsmenn gætu lent í að hafa áhyggjur af sínum ‘næturstað’ á næstunni, a.m.k. mun verðið á næturgistinguni hækka verulega.


mbl.is Fjármálafundi Glitnis frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband