Strætó bs. ber fyrst og fremst að gæta að öryggi farþega ...

... og þó að nokkrir farþegar með lit í andliti, hári og bol slæðist inn í vagnana í einn dag, á degi Color Run hlaupsins, þá er það hlægilegt, raunar grátlegt, að meina þessum farþegum um far.

Þetta er á borð við að ef allir farþegar, í einn tiltekinn dag, neituðu að taka strætó vegna þess að engin bílbelti eru um borð í vögnunum í borginni, þrátt fyrir hraðakstur vagnstjóra á sumum leiðum, t.d. vagnar sem keyra úr Mjódd niður Breiðholtsbraut í átt að miðbæ, og t.d. leið 1 úr Hafnarfirði til Reykjavíkur.

Sumir vagnstjíórar keyra svo hratt að maður verður að ríghalda sér í eitthvað í strætisvagni. Sumur kunna ekki umferðareglurnar á hringtorgi.

En ég vil taka það fram að þarna eru bílstjórar sem keyra þannig að maður þarf alls ekki að ríghalda sér í neitt: man eftir einu tilfelli, þar sem ég þurfti allt í einu ekki að ríghalda mér í: nýr bílstjóri á vagninum - og viti menn: hann var hvorki íslenskur né hvítur (svo maður gerist svolítið rasískur).

En, Strætó bs. á fyrst og fremst að gæta að öryggi farþega, áður en þeir fara að hafa áhyggjur af þrifum í vögnunum: nú er sumarið komið og mikið er ferðast með lítil börn. Foreldrar taka þau úr kerrunum og halda á þeim í vögnunum. Engil bílbelti. Sums staðar mikill hraði. Vagnstjórar stíga á pinnann.

Í mínum huga verður ekkert gert varðandi öryggi í vögnum á höfuðborgarsvæðinu fyrr en að stórslys, jafnvel dauðaslys, verði staðreynd varðandi akstur Strætó bs.


mbl.is Litaðir komust ekki í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband