Skemmtilegt að fá myndir af bresku konungsbörnunum

og ennþá skemmtilegra að fá frétt af því að móðir þeirra hafi tekið myndirnar.

Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að sjá myndina þegar prinsinn kyssir litlu systur sína. Það sýnir að hér er um heilbrigðan dreng að ræða, sem kann að knúsa, þegar það á við.

En varðandi heimild í fréttinni, að Georg litli hafi verið skírður 22. júlí 2013, set ég spurningamarki við það. Ef ég man rétt, þá var þetta fæðingardagur hans. Man ekki hvenær hann var skírður. En skv. mínu minni var Georg litli fæddur nákvæmlega ári eftir stórviðburði í fréttum 22. júlí árið 2012.

Og reyndar höfum við séð margar opinberar myndir af prinsinum (ekki endilega ljósmyndir), þegar hann var á ferð með foreldrum sínum í Ástralíu og Nýja Sjálandi í fyrra, 2014.


mbl.is Fyrstu myndirnar af systkinunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband