Litlu húsin í Noregi - á sjöunda áratugnum - hvað hefur breyst?

Ég man alltaf eftir "litlu húsunum í Noregi" en snemma á sjöunda áratugnum þegar ég var á aldrinum 5 til 10 ára ferðaðist ég töluvert með Flugfélagi Íslands og áfangastaðurinn var alltaf Kaupmannahöfn með viðkomu í Osló. Þegar flugfvélin flaug yfir Osló, og líka Kaupmannahöfn, í aðflugi til lendingar, þóttu mér húsin svo pínulítil. Í mínum barnshuga voru þetta "litlu húsin" og mér fannst tilkomumikið að sjá svona lítil hús í útlöndum.

En auðvitað var maður á dúkkúhúsaaldrinum á þessum tíma, en ég hélt í alvörunni að þetta væru svona lítil hús. Sjálfsagt fékk ég skýringar á þessu á sínum tíma.

En í dag veit ég auðvitað að hús, bílar o.fl. virðast svo agnarsmá séð úr mikilli hæð úr flugvél.

Ég horfði á myndbandið frá Noregi. Þetta er kallað dúkklísumyndband og sagt er að sérstakri myndavæélatækni sé beitt, þannig að allt virðist minna en það er, eins og hálfgerðar dúkkúlísur.

Skv. mínu sjónminni sé ég lítinn mun á mynbandinu og það sem ég hef séð gegnun glugga í flugvél í töluverðri hæð í gegnum tíðina.

 


mbl.is „Dúkkulísumyndband“ af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Ákkúrat...hárrétt greining hjá þér. Þetta er eitthvað rugl-myndband og nákvæmlega ekkert sérstakt.

Már Elíson, 5.1.2015 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband