Nýbúar - Taka 5 - Pólverjar 'sjóða til jóla'

Stutt er til jóla, enn eina ferðina. Rétt f. jól í fyrra, 2013, kom ég við í pólsku pulsubúðinni við Hrísateig, sem er orðin vinsæl sérverslun þar sem maður keypt alls konar álegg í sneiðatali, og annað góðgæti.

Ég spurði afgreiðslukonuna um opnunartíma hjá þeim um jólin. Hún tjáði mér að það yrði lokað á Þorláksmessu (afar óíslenskt svo ekki sé meira sagt), af því að hún þyrfti að vera "heima að sjóða" og hún hefði ekki starfskraft sem gæti séð um búðina þennan dag, og hún þyrfti svo "mikið að sjóða."

Ég velti mikið fyrir mér hvað þessi pólska afgreiðslukona þyrfti að sjóða svona mikið, þannig að hún gæti ekki haft búðina opna í svosem smá tíma á Þorlák.

Hvað hafa Pólverjar virkilega í jólamatinn, sem þarf svona mikla suðu?

Eftir á að hyggja, þá fór að renna upp fyrir mér eftir því sem leið á árið 2014, að það sem Pólverjar hafa í matinn á jólunum krefst kannski ekki svo mikillar suðu.

Málið er nefnilega tungumál, orðaforði og kunnátta í íslensku. Ég held að pólska afgr.konan hafi meint að það væri svo mikið að gera hjá henni í að undirbúa jólamatinn, að hún yrði að hafa búðina lokaða. Hún notaði bara sinn orðaforða varðandi undirbúning jólamáltíðarinnar, stutt og laggott: "sjóða"

Þetta snérist líklega ekki bara um "að sjóða" - það er ekki eins og að Pólverjar sjóði hangikjöt á Þorláksmessu! En hvað veit maður.

Líklega verður næsta verkefni hjá mér að kíkja í pólsku pulsubúðina og forvitnast hjá konunni, ef hún er ennþá að vinna þarna, hvað Pólverjar hafa aðallega í matinn jóladagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband