Ó, las þetta fyrst sem Breiðholtsbraut, en þar keyra þeir hratt

Á stórum hluta af Breiðholtsbraut, ef ekki allri, er hámarkshraði 60 km. Ég ek sjaldnast þarna sjálf, en tek oft strætó frá Mjódd í átt að miðbæ (leið 12 og 17). Þeir keyra rosalega hratt. Mér stendur yfirleitt ekki á sama. Fer aldrei með barnabörnin í strætó á þessari leið. Þeir keyra allt of hratt.

Í eitt skiptið sem ég var í leið 12 í átt að miðbæ endasentist ég í sætinu í látunum og kom niður á rassinn í sæti sem var staðsett á móti.

Átti reyndar leið um Breiðholtsbraut í dag, 13. okt., að mestum hluta sem gangandi vegfarandi. Hraðinn á bifreiðum þarna er gífurlegur. Þeir keyra eins og þeir séu einir í heiminum.

En ég ætla að blogga um þá leið mína, á morgun.

Sá sem les þetta núna, bið ég að hafa í huga söguna um Palla sem var einn í heiminum.

Bestu umferðarkveðjur og akið varlega, gott fólk!


mbl.is Ellefu óku of hratt á Borgarholtsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú virðist vera að rala um Reykjanesbraut ! Hún liggur þaðan sem Sundabraut endar og Kleppsvegur og endar á suðurnesjum ! Frá Mjódd niður í bæ er 80 km hámarkshraði.

Breiðholtsbraut liggur frá brúnni á móts við BYKO og við hlið Mjóddarinnar og upp að Rauðavatni - þar er 60 km. hámarkshraði allavega framhjá Mjóddinni og upp að Select.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2014 kl. 03:36

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Takk fyrir að benda mér á þetta. En þar sem ég beið í strætóskýli eftir leið 12 á leið frá Mjódd til miðbæjar, rétt á móts við Bústaðaveg, horfði ég á umferðarskilti semá stóð 60 km. Kannski er verið að hægja á umferðinni þarna, þannig að bifreiðar mega aka á 80 km hraða frá Mjódd og þarna niðureftir. Ég skal ekki segja, en ætla að kíkja eftir umferðarskiltunum þarna, næst þegar ég verð á ferðinni.

En burt séð frá hámarkshraða þarna, þá stendur mér ekki á sama hversu strætisvagnar aka hratt þarna. Ég hef rætt þetta við vagnstjóra og útskýringin er: þeir eru í of miklu tímahraki og aka í tak við það til að standast tímatöflurnar!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 15.10.2014 kl. 00:38

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Rétt hjá þér.

Á leiðinni frá Mjódd er á víxl 80 og 60 km. hraðatakmörkun á Reykjanesbrautinni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2014 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband