Costco - Hvað fæst þar?

Í síðustu viku kom auglýsingaspjald frá Costco með Fréttablaðinu. Þar var tilgreint hvað aðild að félaginu kostar o.s.frv. og vísun á vefsíðu. Ég kíkti á vefsíðuna enda langaði mig að vita hvað þeir eru að selja. Þar var engar upplýsingar að finna um vörur eða vöruflokka, eða einstakar vörur sem þeir selja.

Þó að ég hefði áhuga á að versla við fyrirtækið, veit ég alls ekki hvort það er með vörur sem mig vanhagar um.

Mér dettur því ekki í hug að kaupa aðild að þessu fyrirtæki.Ég veit ekki einu sinni hvort ég má koma og skoða hvað er í boði, og ganga út án þess að hafa keypt neitt.

Hver veit?

 

 


mbl.is Þúsundir skráð sig hjá Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengisfrumvarp á Alþingi vekur athtygli!

Er hugsanlegt að þeir sem hafa samið frumvarpið hafa verið beittir þrýstingi frá bandarísku fyrirtæki sem hefur boðað komu sína á íslenskan markað í vor? Costco nokkurt, sem selur vörur til heimilis, gæti hugsanlega viljað selja áfengi í verslun sinni.

Frumvarpið hefur vakið athygli, enda eru fjölmörg mál sem alþingismenn ættu að leggja áherslu á, frekar en að leysa ríkið undan einkasölu.

Tímasetnigin er áhugaverð: getur verið að stjórnendur Costco séu að ota sínum tota að þingmönnum með því að fá þá til að breyta lögum, og þá jafnvel að hygla þeim þingmönnum sem koma því í verk að breyta lögum í þá átt að gera áfengissölu á Íslandi frjálsa?


Bloggfærslur 7. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband