Benedikt vill verða forsætisráðherra

enda hafði hann óskað eftir umboði frá forseta Íslands um að fá umboð hans til að mynda ríkisstjórn. Hann fékk það ekki. Tveir forystumenn flokka hafa fengið það umboð hingað til, en tilraunir þeirra til að setja saman ríkisstjórn með meirihluta og/eða sáttaumleitunum á málefnum hafa mistekist.

Mig grunar að Viðreisn hafi gert í því að hafa gert Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum erfitt fyrir í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta má flokka undir stjórnkænsku: þegar þessir flokkar hafa skilað inn umboði til stjórnarmyndunar, þá aukast líkurnar á að Viðreisn fái umboðið.

Formaður Viðreisnar er hæfur í samningaviðræðum og enginn nýgræðingur í stjórnun. Ný er Benedkikt á fullu bak við tjöldin að víla og díla með stjórnarmyndun. Það er ekki út í bláinn að Bjarni Ben. hafi mætt til hans í dag. En hver er díllinn?

Auðvitað er mikilvægt að kosnir þingmenn geti komið saman ríkisstjórn sem fyrst.

En það sem mér hugnast ekki, er að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu.

En ég er til í að treysta Benedikt fyrir störfum í ríkisstjórn Íslands, ef hann gefur eftir í Evrópumálum.

 


mbl.is Bjarni kom að hitta Benedikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband