Neyðarlán til Kaupþings: á almenningur rétt á að

hlusta á upptöku á samtali Davíðs og Geirs H. mánudaginn 6. október, þegar þeir tóku ákvörðun um að veita fallandi banka hátt lán, á sama tíma og gjaldeyrisvarasjóður var í lágmarki? 

Starfsmaðurinn Sturla í Seðlabankanum er mikilvægur hlekkur í þessu ferli, þar sem fréttin á mbl.is snýst um hann. Það sem mér finnst áhugavert er að hann segir að hann reikni með "að í bönkunum væri að finna hreyfingar sem ættu uppruna sinn í því að menn töldu góðar líkur á að þeir færu á hausinn."

Spurningin er: vissi hann um einhverjar "hreyfingar?" Líklega hafði hann frétt eitthvað frá því fyrir helgina; hann hlýtur að hafa haft góð sambönd.

Það var þegar búið að loka peningamarkaðssjóði Glitnis og yfirtaka bankann. Ég hafði fjárfest í peningamarkaðssjóði í Kaupþingi og ég þurfti að nota þessa peninga í dýra aðgerð sem ég bar búin að panta. Föstudaginn 3. okbóber 2008 tók ég upp símtólið, kl. rúmlega 13:00. Ég ætlaði að selja það sem ég átti í sjóðnum. En maður varð að vera búinn að selja fyrir kl. 14:00 til að fá greitt næsta dag. Ég beið í meira en hálftíma á línunni.

Mín hugsun var: það er greinilega verið að gera áhlaup á bankann. Ég rétt náði sambandi við starfsmann í símanum rétt fyrir kl. 14:00. Og tapaði því engu. En það er ekki sömu sögu að segja um marga sem höfðu fjárfest þarna.

Lexían sem stjórnmálamenn þurfa að læra er að lána ekki einka-fjármálastofnunum að óþörfu. 

 

 

 


mbl.is Braut trúnað í aðdraganda neyðarlaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband