"Hjólum í helvítis tíkina"

Níð gagnvart dýrum hefur viðgengist í aldaraðir hér á landi. Ef fólk talar illa um einhvern er honum/henni oft líkt við dýr. Bændur hér fyrr á árum notðu dýrin sín sem viðmið í tungumálinu. Þetta voru dýrin þeirra, og dýrin sem sum hver fæddu þá og klæddu.

Þeir báru enga virðingu fyrir dýrunum sínum.

Sama á við þá sem reka dýragarða. Ég vorkenni dýrum sem eru lokuð inni í búrum. Þetta á við t.d. garða eins og Húsdýragarðinn og dýragarða sem maður heimsótti sem krakki í útlöndum.

En það er ekki nóg að vera á móti dýragörðum einungis: við þurfum að byrja á okkur sjálfum: nota ekki dýranýð í daglegu tali.

Ekki segja að ég sé t.d. helvítis belja eða bykkja með því að blogga þetta.

Betra er að nota orð eins og t.d.: helvítis frekja, herfa, skrukka.

Bara, "plís" hættum að níðast á dýrunum okkar í tungumálinu.


mbl.is Kalla Húsdýragarðinn „fangelsi“ og „helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingibjörg - hvernig er hægt að taka þig alvarlega þegar þú ert sjálf dýraníðingur ... kennir þig við hrút. Hvað hefur þessi hrútur gert þér?

Jón Garðar (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 11:17

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ Jón Garðar og takk fyrir athugasemdina. Þetta er víst stjörnumerkið Hrútur sem ég kenni mig við. Auðvitað er ég ekki hrútur, en ég elska íslenska sauðféð, það er bæði fallegt og gefur vel af sér. Þetta eru nytjadýr. 

Mér þykir miður þegar einhver er kallaður konukind og einhver sagður hundleiðinlegur. Og einnig þegar bar niðrí miðbæ Reykjavíkur er kallaður "The Drunken Rabbit." Veit ekki hvort margir hafa séð drukknar kanínur, eð hvort þær verða yfirhöfuð drukknar á haustin með át af gerjuðum berjum af trjám.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 12.11.2019 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband