Forsætisráðherra óttast óþægindi

Hvílíkt væl. Hefur hann gleymt því af hverju verkalýðafélög voru stofnuð? Hér fyrr á árum var níðst að verkamönnum og konum, sem höfðu engan rétt. Ef verkalúðsfélög vinna rétt, stuðla þau að betri kjörum fyrir aðildarfélaga.

Þegar aðilar í stjórn ríkis og embættismenn fá háar launahækkanir með einu pennastriki, segir það sig sjálft að almennir launþegar geri kröfur um að fá mannsæmandi laun.

Og vissulega taka viðræður um mannsæmandi laun langan tíma.

Fjármálaráðhera ætti ekki bara að hafa óþægilega tilfinningu um átök, hann ætti að í raun að vera skíthræddur. 

Verkafólk sættir sig ekki lengur við hungurlús, á meðan elítan er á ofurlaunum.

Vonandi standa verkalýðsfélögin sig í núverandi kjarabaráttu!


mbl.is „Óþægileg tilfinning“ um átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband